Í 55. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði. Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði og í 1. mgr. 55. gr. frumvarpsins að frátöldu orðalagsfráviki þar sem nú er rætt um að þingfundir séu haldnir í heyranda hljóði í stað þess að þeir […]
Athyglisvert er að í gildandi stjórnarskrá er aðeins einu sinni minnst á þingnefnd – og í því tilviki reyndar rannsóknarnefnd þingmanna, sem er heimildarákvæði sem hefur ekki verið nýtt í um hálfa öld – raunar þvert á þá þörf, sem ég hef lengi talið fyrir hendi, hvað varðar aðhald og eftirlit Alþingis með handhöfn framkvæmdarvalds. […]
Í 53. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Þingsköp Alþingis skulu sett með lögum. Í gildandi stjórnarskrá er samhljóða ákvæði að finna. Fræðilegt – en lítt praktístkt – álitaefni Um þetta er lítið að segja – annað en að ég hafði þá fræðilegu afstöðu, sem naut ekki fylgis í valdþáttanefnd stjórnlagaráðs, þar sem ég sat, að þingsköp Alþingis ætti […]
Eitt róttækasta nýmælið í tillögum stjórnlagaráðs um stjórnskipan landsins er að finna í 52. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda er þar kveðið á um myndugri forseta Alþingis sem njóta á trausts aukins meirihluta þings en ekki aðeins þröngs ríkisstjórnarmeirihluta hverju sinni: Alþingi kýs sér forseta með 2/3 hlutum atkvæða í upphafi hvers kjörtímabils. Sitji forseti ekki út […]
Í 51. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt merkasta nýmælið að finna: Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Ekkert er að […]
Í 49. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má setja alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða sakamál á hendur honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp. Alþingismaður verður ekki krafinn reikningsskapar utan þings fyrir það sem hann hefur sagt í þinginu nema Alþingi leyfi. Alþingismanni er heimilt að afsala sér friðhelgi. Óbreytt efnislega Ákvæðið er […]
Í 48. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína, en ekki við nein fyrirmæli frá öðrum. Alþingismenn óháðir hagsmunaöflum Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði að finna nema hvað þar er í niðurlagi rætt um að alþingismenn séu „eigi [bundnir] við neinar reglur frá kjósendum sínum.“ Vildum við í stjórnlagaráði f.o.f. árétta […]
Í 47. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sérhver nýr alþingismaður undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar kosning hans hefur verið tekin gild. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði nema að þar er í stað eiðstafs rætt um að „vinna drengskaparheit að stjórnarskránni“ – sem mörgum feministum í stjórnlagaráði þótti of karllægt. Þarna tókust á feminismi, lögfræði og hefðir […]
Í 46. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands stefnir saman Alþingi að loknum alþingiskosningum og setur reglulegt Alþingi ár hvert. Forseti stefnir einnig saman og setur Alþingi að tillögu forseta þess eða 1/3 hluta þingmanna. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta hið sama og í fyrri málsgrein utan þess að 10 vikna hámarksfrestur til þess að stefna […]
Í 45. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að koma saman á öðrum stað. Hver ákveður? Gildandi stjórnarskrá er sama efnis – nema hvað efnisskilyrði um að „sérstaklega [sé] ástatt“ er fellt brott (sem mér finnst raunar heldur verra) og að ákvörðunarvald um annan þingstað í undantekningartilvikum er […]