Færslur með efnisorðið ‘Fjárstjórnarvald’

Sunnudagur 20.11 2011 - 23:59

Skyldur samkvæmt alþjóðlegum samningum (112. gr.)

Í 112. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum handhöfum ríkisvalds ber að virða mannréttindareglur sem bindandi eru fyrir ríkið að þjóðarétti og tryggja framkvæmd þeirra og virkni eftir því sem samræmist hlutverki þeirra að lögum og valdmörkum. Alþingi er heimilt að lögfesta alþjóðlega mannréttindasáttmála og umhverfissamninga og ganga þeir þá framar almennum lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert […]

Sunnudagur 13.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði sveitarfélaga (105. gr.)

Í 105. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fyrsta ákvæðið af fjórum – að mestu nýjum – ákvæðum um sveitarfélög í sérstökum kafla um þau; í 2. mgr. er mikilvægt nýmæli að finna, sbr. nánar hér að neðan. Í 105. gr. segir: Sveitarfélög ráða sjálf málefnum sínum eftir því sem lög ákveða. Sveitarfélög skulu hafa nægilega burði og […]

Mánudagur 07.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði dómstóla (99. gr.)

Í 99. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt stysta ákvæði þess að finna – ekki vegna þess að það sé lítils virði heldur einmitt vegna þess að skýrri og óumdeildri hugsun mátti lýsa á gagnorðan hátt: Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum. Í gildandi stjórnarskrá er ekki beinlínis kveðið á um sjálfstæði dómstóla berum orðum – en þar […]

Laugardagur 05.11 2011 - 23:59

Sjálfstæðar ríkisstofnanir (97. gr.)

Ákvæði 97. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er algert nýmæli – og nokkuð sérstætt; það á sér þó sögulegar skýringar í ósjálfstæðum ríkisstofnunum á Íslandi og jafnvel tilviki þar sem sjálfstæð og mikilvæg ríkisstofnun – Þjóðhagsstofnun – var talin hafa verið lögð niður vegna óþægðar við þáverandi forsætisráðherra. Í 97. gr. frumvarpsins segir: Í lögum má kveða á um […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 23:59

Starfskjör (forseta) (81. gr.)

Í 81. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta á meðan kjörtímabil hans […]

Fimmtudagur 13.10 2011 - 23:59

Ríkisendurskoðun (74. gr.)

Í 74. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs ríkisendurskoðanda til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann endurskoðar fjárreiður ríkisins, stofnana þess og ríkisfyrirtækja í umboði Alþingis eftir því sem nánar er mælt fyrir um í lögum. Endurskoðaðan ríkisreikning næstliðins árs ásamt athugasemdum ríkisendurskoðanda skal leggja fyrir Alþingi til samþykktar samhliða frumvarpi til […]

Þriðjudagur 11.10 2011 - 23:59

Eignir og skuldbindingar ríkisins (72. gr.)

Í 72. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ekki má taka lán eða undirgangast ábyrgðir sem skuldbinda ríkið nema með lögum. Stjórnvöldum er óheimilt að ábyrgjast fjárhagslegar skuldbindingar einkaaðila. Með lögum má þó kveða á um slíka ríkisábyrgð vegna almannahagsmuna. Ekki má selja eða láta með öðru móti af hendi fasteignir ríkisins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt heimild […]

Sunnudagur 09.10 2011 - 23:59

Réttur fjárlaganefndar til upplýsinga (70. gr.)

Í 70. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er stórmerkilegt ákvæði þar sem það styrkir bæði fjárstjórnar- og eftirlitshlutverk Alþingis og dregur e.t.v. auk þess óbeint úr ráðherraræði; þetta stutta og skýra ákvæði endurspeglar þar með þrjú af mikilvægustu nýmælunum í öllu starfi stjórnlagaráðs: Fjárlaganefnd Alþingis getur krafið stofnanir ríkisins, ríkisfyrirtæki og þá aðra, sem fá framlög úr ríkissjóði, […]

Laugardagur 08.10 2011 - 23:59

Greiðsluheimildir (69. gr.)

Í 69. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Enga greiðslu má inna af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum. Að fengnu samþykki fjárlaganefndar Alþingis getur fjármálaráðherra þó innt greiðslu af hendi án slíkrar heimildar, til að mæta greiðsluskyldu ríkisins vegna ófyrirséðra atvika eða ef almannahagsmunir krefjast þess. Leita skal heimildar fyrir slíkum greiðslum í fjáraukalögum. Alþingi […]

Föstudagur 07.10 2011 - 23:59

Frumvarp til fjárlaga (68. gr.)

Í ljósi þess að mikilvægur pistill birtist á morgun ætlaði ég nú að hafa þetta létt – svona á föstudegi – um 68. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs enda átti sú grein að vera eitt af fáum ákvæðum frumvarpsins sem við í stjórnlagaráði létum óhreyft (efnislega a.m.k.) frá ákvæðum gildandi stjórnarskrár; það gerðum við raunar að vísu – […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur