Færslur með efnisorðið ‘Fjölmiðlar’

Þriðjudagur 01.11 2011 - 23:59

Upplýsinga- og sannleiksskylda (93. gr.)

Í 93. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherra er skylt að veita Alþingi eða þingnefnd allar upplýsingar, skjöl og skýrslur um málefni sem undir hann heyra, nema leynt skuli fara samkvæmt lögum. Þingmenn eiga rétt á upplýsingum frá ráðherra með því að bera fram fyrirspurn um mál eða óska eftir skýrslu, samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Upplýsingar […]

Mánudagur 03.10 2011 - 23:59

Rannsóknarnefndir (64. gr.)

Í 64. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi getur skipað nefndir til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Nánari reglur um hlutverk, rannsóknarheimildir og skipan rannsóknarnefnda skulu settar með lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að Alþingi geti skipað nefndir alþingismanna til að rannsaka mikilvæg mál er almenning varða. Þá segir að Alþingi geti veitt nefndum […]

Laugardagur 24.09 2011 - 23:59

Opnir fundir (Alþingis) (55. gr.)

Í 55. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Fundir Alþingis eru haldnir í heyranda hljóði. Þingnefnd getur ákveðið að fundur hennar sé opinn almenningi. Í gildandi stjórnarskrá er sams konar ákvæði og í 1. mgr. 55. gr. frumvarpsins að frátöldu orðalagsfráviki þar sem nú er rætt um að þingfundir séu haldnir í heyranda hljóði í stað þess að þeir […]

Þriðjudagur 20.09 2011 - 23:59

Styrkir til frambjóðenda og samtaka þeirra (51. gr. )

Í 51. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt merkasta nýmælið að finna: Í lögum skal kveðið á um starfsemi stjórnmálasamtaka, svo og um fjármál frambjóðenda í því skyni að halda kostnaði í hófi, tryggja gegnsæi og takmarka auglýsingar í kosningabaráttu. Upplýsingar um framlög yfir ákveðinni lágmarksupphæð skulu birtar jafnóðum samkvæmt nánari fyrirmælum í lögum. Ekkert er að […]

Mánudagur 19.09 2011 - 23:59

Hagsmunaskráning (alþingismanna) og vanhæfi (50. gr.)

Í 50. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er nýmæli sem varðar það sem í lögfræði er nefnt sérstakt hæfi til þess að taka ákvörðun um mál og almennt (neikvætt) hæfi til þess að gegna tilteknu hlutverki.   Fyrri málsgrein 50. gr. lýtur beint að sérstöku hæfi alþingismanns og síðari málsgreinin tengist almennu (neikvæðu) hæfi hans til þess að […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 23:28

Friðhelgi (Alþingis) (38. gr.)

Í 38. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. Í 36. gr. gildandi stjórnarskrár er nákvæmlega sama ákvæði að finna. Vildi breyta „friði“ í „öryggi“ Sjálfur var ég eindregið þeirrar skoðunar að orðið „öryggi“ ætti að koma í stað hugtaksins friðar – sem mér þótti settur ríkissaksóknari í frægu 9-menninga-máli […]

Þriðjudagur 16.08 2011 - 23:59

Frelsi fjölmiðla (16. gr.)

Í 16. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er enn eitt nýmælið miðað við lýðveldisstjórnarskrána – sem að stofni til er 137 ára gömul: Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og […]

Mánudagur 15.08 2011 - 23:59

Upplýsingaréttur (15. gr.)

Umfjöllun um grein dagsins – 15. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs – verður heldur fáorð enda eru bæði tölvan og ég hálf eftir okkur eftir nokkuð ítarlegt og venju fremur fræðilegt blogg gærdagsins um 14. gr. – en vonandi samt á mannamáli – um grundvallarregluna um tjáningarfrelsi og nýmæli sem þar er að finna, svo og þær fáu breytingar […]

Sunnudagur 14.08 2011 - 22:11

Skoðana- og tjáningarfrelsi (14. gr.)

Af fjórum málsgreinum í eftirfarandi tjáningarfrelsisgrein í 14. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs felur sú þriðja í sér eina verulega nýmælið frá gildandi stjórnarskrá: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá hugsanir sínar. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar […]

Þriðjudagur 14.06 2011 - 22:20

Vörn – og sókn – fræða og fjölmiðla

Þessa dagana er enn og aftur tekist á um mörk fræða og stjórnmála í fjölmiðlum – í Danmörku (sem víðar); þar dregur að þingkosningum – í haust – og stjórnmálamenn (í ríkisstjórnarliðinu) eru sakaðir um að hafa undanfarið ráðist harkalega að tjáningarfrelsi fræðimanna sem leyfa sér að gagnrýna stjórnarstefnu þeirra – sem fræðimenn – en […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur