Færslur með efnisorðið ‘Forseti’

Fimmtudagur 27.10 2011 - 23:59

Hagsmunaskráning og opinber störf ráðherra (88. gr.)

Öfugt við ríkisstjórn – sem stjórnarskráin nefnir hvergi því nafni, eins og áður er vikið að – er víða í stjórnarskránni vikið að störfum, réttarstöðu og hlutverki ráðherra; 18 sinnum raunar. Í 88. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er hins vegar nýmæli um skilyrði þess að þeir teljist hæfir ráðherrar – en þar segir: Ráðherra er óheimilt að […]

Miðvikudagur 26.10 2011 - 23:59

Ríkisstjórn (87. gr.)

Í 87. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ríkisstjórn – sem er eiginlega nýmæli í stjórnarskrá! Þar segir: Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. Ríkisstjórnarfundi skal halda um frumvörp og tillögur til Alþingis, önnur mikilvæg stjórnarmálefni og til samráðs um störf og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þá skal […]

Mánudagur 24.10 2011 - 23:59

Náðun og sakaruppgjöf (85. gr.)

Í 85. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands getur náðað menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra. Ráðherra getur hann þó ekki leyst undan refsingu, sem dómstólar hafa dæmt vegna ráðherraábyrgðar, nema með samþykki Alþingis. Niðurfelling saksóknar afnumin sem forsetavald Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli […]

Sunnudagur 23.10 2011 - 23:59

Ábyrgð (forseta) (84. gr.)

Í 84. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ábyrgð forseta Íslands – en algengur misskilningur er að forseti beri enga ábyrgð á embættisgjörðum sínum en þá ætti fyrirsögn greinarinnar jú að vera Ábyrgðarleysi – en ákvæðið hljóðar svo: Forseti verður ekki sóttur til refsingar nema með samþykki Alþingis. Forseta má leysa frá embætti áður en kjörtímabili […]

Laugardagur 22.10 2011 - 22:35

Fráfall (forseta) (83. gr.)

Í 83. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Falli forseti frá eða láti af störfum áður en kjörtímabili er lokið skal kjósa nýjan forseta til 31. júlí á fjórða ári frá kosningu hans. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta efnislega hið sama. Um það er því lítið annað að segja en segir í einni stystu skýringu með ákvæðum frumvarpsins: […]

Föstudagur 21.10 2011 - 20:00

Staðgengill (forseta) (82. gr.)

Í 82. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Geti forseti Íslands ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum fer forseti Alþingis með forsetavald á meðan. Einföldun… Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að ef sæti forseta lýðveldisins verði laust eða ef  hann geti ekki gegnt störfum sínum vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum […]

Fimmtudagur 20.10 2011 - 23:59

Starfskjör (forseta) (81. gr.)

Í 81. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseta Íslands er óheimilt að hafa með höndum önnur launuð störf á meðan hann gegnir embætti. Sama gildir um störf í þágu einkafyrirtækja og opinberra stofnana þótt ólaunuð séu. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta. Óheimilt er að lækka greiðslur þessar til forseta á meðan kjörtímabil hans […]

Miðvikudagur 19.10 2011 - 23:59

Eiðstafur (forseta) (80. gr.)

Í 80. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands undirritar eiðstaf að stjórnarskránni þegar hann tekur við störfum. Eiðstafur í stað eiðs eða drengskaparheits Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að forsetinn vinni „eið eða drengskaparheit“ að stjórnarskránni, er hann tekur við störfum. Helst er um þetta ákvæði að segja að umræður sköpuðust um hvort eiður vísaði til […]

Þriðjudagur 18.10 2011 - 23:59

Kjörtímabil (forseta) (79. gr.)

Í 79. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Kjörtímabil forseta hefst 1. ágúst og endar 31. júlí að fjórum árum liðnum. Forsetakjör fer fram í júní- eða júlímánuði það ár, þegar kjörtímabil endar. Forseti skal ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta orðrétt það sama og í tveimur fyrri málsliðunum nema hvað „er“ er […]

Mánudagur 17.10 2011 - 23:59

Forsetakjör (78. gr.)

Í 78. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis. Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði. Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð. Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur