Færslur með efnisorðið ‘Kópavogur’

Miðvikudagur 26.10 2011 - 23:59

Ríkisstjórn (87. gr.)

Í 87. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er fjallað um ríkisstjórn – sem er eiginlega nýmæli í stjórnarskrá! Þar segir: Ráðherrar sitja í ríkisstjórn. Forsætisráðherra boðar til ríkisstjórnarfunda, stýrir þeim og hefur yfirumsjón með störfum ráðherra. Ríkisstjórnarfundi skal halda um frumvörp og tillögur til Alþingis, önnur mikilvæg stjórnarmálefni og til samráðs um störf og stefnumál ríkisstjórnarinnar. Þá skal […]

Miðvikudagur 14.09 2011 - 15:59

Samkomustaður (Alþingis) (45. gr.)

Í 45. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kemur að jafnaði saman í Reykjavík en getur þó ákveðið að koma saman á öðrum stað. Hver ákveður? Gildandi stjórnarskrá er sama efnis – nema hvað efnisskilyrði um að „sérstaklega [sé] ástatt“ er fellt brott (sem mér finnst raunar heldur verra) og að ákvörðunarvald um annan þingstað í undantekningartilvikum er […]

Miðvikudagur 10.11 2010 - 23:55

Persónukjör – hvað er það?

Margir segjast aðhyllast persónukjör – færri þora að viðurkenna að þeir séu á móti því; en hvað er persónukjör? Það er ekki einhlítt; sú staðreynd er ein ástæða þess að deilt er um málið. Um leið og ég árétta að ég er ekki sérfróður um þetta atriði (enda ekki hefðbundið svið í stjórnlagafræði sem ég […]

Föstudagur 15.10 2010 - 22:17

Hvert tré 35.000 kr. virði!

Í kurteisisheimsókn á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands frétti ég af merkum dómi Hæstaréttar frá í gær – sem hafði farið fram hjá mér. Ég hef ekki séð umfjöllun um hann í fréttum – en vil lýsa ánægju með hann; í málinu, sem fjallað var um á sínum tíma, var Kópavogsbæ stefnt vegna yfirgangs þáverandi bæjaryfirvalda. Í stuttu […]

Mánudagur 01.03 2010 - 23:59

Enginn verður óbarinn…

Ég geng ósár frá leik. Eftir innanflokksprófkjör Framsóknarflokksins hér í Kópavogi um helgina á ég fleiri vini og samherja en áður – og enga óvini svo ég viti. Auk þess er ég reynslunni ríkari. Ég þakka ykkur kærlega fyrir mig – bæði vinum, frábæru stuðningsfólki, góðum ráðgjöfum, fjölmörgum kjósendum og ýmsum öðrum.   Drengileg barátta Ég vona […]

Mánudagur 22.02 2010 - 23:05

Kópavogsleiðin við persónukjör

Við Kópavogsbúar kunnum víst að kjósa; við höfum aðeins gleymt bestu leiðinni við að velja á lista – sem þó gafst vel fyrir margt löngu. Ég ætla að minna á hana – til samanburðar við hinar þrjár helstu sem reyndar hafa verið eða kynntar.   Prófkjörsleiðin Sumir benda á að ofsmölun, misnotkun félagalista og margskráning í fleiri […]

Þriðjudagur 16.02 2010 - 22:00

Misbeiting valds

Ein tegund spillingar eða misbeitingar valds felst í að skara eld að eigin köku eða til handa vinum eða vandamönnum. Um það nefndi ég gróft dæmi um úr Kópavogi í pistli mínum sl. laugardag. Ég benti þó einnig á nýjar siðareglur fyrir stjórnendur og kjörna fulltrúa Kópavogsbæjar – sem eiga að fyrirbyggja spillingu í framtíðinni eins […]

Laugardagur 13.02 2010 - 22:00

Enginn er dómari í eigin sök

Að gefnu tilefni vil ég gera grein fyrir gráum svæðum – og svörtum – að því er varðar hagsmunaárekstra – m.a. hér í Kópavogi.   Frá því að ég hóf laganám fyrir um 20 árum hefur mér verið sérlega umhugað um að greina á milli andstæðra hlutverka og gæta þess að ekki komi upp hagsmunaárekstrar – hvorki hjá mér […]

Fimmtudagur 11.02 2010 - 09:45

Persónukjörið í Kópavogi er núna – í febrúar

Ein helsta krafa almennings um lýðræðisumbætur undanfarið ár var persónukjör í stað flokksræðis.  Framsóknarflokkurinn studdi kröfu um persónukjör – rétt eins og hann átti beinlínis frumkvæði að stjórnlagaþingi – sem íhaldið þæfði tillögur um sl. vor. Ríkisstjórn vinstriflokkanna heyktist svo á því að hrinda í framkvæmd eigin tillögum um persónukjör. Réði þar miklu andstaða þeirra […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur