Nú eru innan við sex vikur þar til stjórnlagaráð á að hafa lokið störfum; nú nálgumst við í ráðinu lokafasann þar sem í ríkari mæli er leitað utanaðkomandi álits frá slíkum aðilum. Margir möguleikar eru á áhrifum – eins og ég hef áður skrifað um. Samræðan er þó mikilvæg. Ég hef – með takmörkuðum árangri […]
Um daginn hitti ég alþingismann á förnum vegi á hátíðarstundu. Eftir kurteislegar kveðjur á báða bóga spurði þingmaðurinn hvernig okkur í stjórnlagaráði gengi – og svo hvort fyrir lægju hugmyndir um málsmeðferð tillagna okkar og hverjar þær væru. Ég svaraði því til, eins og ég hef jafnan gert, að ég teldi víst – eins og […]
Þessar dagana erum við í stjórnlagaráði að nálgast lokakaflann í að semja grunnlög eða stjórnlög – nýja stjórnarskrá – fyrir Ísland. Herskylda bönnuð Eitt nýmælið í áfangaskjali er að leggja bann við herskyldu. Í því felst – eins og mörgu öðru sem við erum að ná sátt um þessar vikurnar – tiltekin lausn (eða málamiðlun […]
Þessa dagana er enn og aftur tekist á um mörk fræða og stjórnmála í fjölmiðlum – í Danmörku (sem víðar); þar dregur að þingkosningum – í haust – og stjórnmálamenn (í ríkisstjórnarliðinu) eru sakaðir um að hafa undanfarið ráðist harkalega að tjáningarfrelsi fræðimanna sem leyfa sér að gagnrýna stjórnarstefnu þeirra – sem fræðimenn – en […]
Furðu margir eru enn fastir í þeirri yfir 200 ára gömlu hugmynd Montesquieu að ríkisvaldið sé þríþætt: löggjafarvald dómsvald framkvæmdarvald. Tveir valdþættir mega ekki gleymast Þetta er í sjálfu sér rétt – svo langt sem það nær; a.m.k. tveir valdþættir gleymast hins vegar – og þá á ég ekki við það sem stundum er kallað […]
Þessa dagana brjótum við í stjórnlagaráði heilann um hlutverk forseta Íslands í nýrri stjórnarskrá; við erum ekki svo mikið að spá í hvort embættið skuli lifa – heldur hvers vegna og hvaða hlutverk það skuli hafa. Völd… Sjálfur nefndi ég, áréttaði og tók undir eftirfarandi rök á sameiginlegum nefndarfundi um málið í gær því til […]
Danir hafa hugtakið „millimeterretfærdighed“ sem ég þýði svona; það merkir – í heldur neikvæðri merkingu – réttlæti sem er svo nákvæmt og jafnaðarlegt að niðurstaðan kemur niður á rökréttu skipulagi og fyrirbyggir oft skynsamlega málamiðlun. Til þessa vitna ég stundum þessa dagana þegar við í stjórnlagaráði – að vísu í annarri nefnd (C) en þeirri, […]
Í stjórnlagaráði ræðum við þessa dagana hvort til skuli vera þjóðkirkja – eða öllu heldur hvort ríkið eigi – samkvæmt stjórnarskránni – að vernda hana, styðja o.s.frv. Ég hef mínar íhaldssömu skoðanir á því. Víða álitamál Um þetta er fjallað í nefnd (A) stjórnlagaráðs sem einkum fjallar um mannréttindi. Í annarri nefnd (C) er m.a. fjallað […]
Gaman var að ganga smá í mannréttindagöngu sl. laugardag – daginn eftir að mannréttindanefnd (A) stjórnlagaráðs kynnti síðari hluta megintillagna sinna í stjórnlagaráði um umbætur á mannréttindakafla stjórnarskrárinnar – að viðbættum ákvæðum um auðlindir og náttúruvernd o.fl. Skýrt hugtak um þjóðareign mikilvægt nýmæli Ég skrifaði fyrir helgi um það mikilvægasta í þessu efni að mínu […]
Eitt af mörgum stórum – og smærri – umbótamálum sem við í stjórnlagaráði ræddum í dag var að takmarka bæri í stjórnarskrá hve lengi ráðherra mætti sitja í embætti. Tillaga okkar til kynningar hljóðaði svo: Enginn getur setið í embætti forsætisráðherra lengur en 10 ár samtals. Sú tillaga er í samræmi við ein skýrustu skilaboðin […]