Færslur með efnisorðið ‘Stjórnlagaráð’

Laugardagur 27.08 2011 - 23:59

Frelsissvipting (27. gr.)

Í 27. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskráa og mannréttindaskráa frá upphafi – þ.e. ákvæði sem verndar réttinn til frelsis, sem í erlendu lagamáli er stundum kenndur við habeas corpus. Sá réttur hefur aðeins verið tekinn úr sambandi í borgarastyrjöldum og einræðisríkjum og við þvíumlíkar aðstæður – en því miður of oft við […]

Föstudagur 26.08 2011 - 22:25

Dvalarréttur og ferðafrelsi (26. gr.)

Um 26. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hef ég ekki margt að segja en hún hljóðar svo: Allir skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum. Engum verður meinað að hverfa úr landi nema með ákvörðun dómstóla. Stöðva má þó brottför manns úr landi með lögmætri handtöku. Með lögum […]

Fimmtudagur 25.08 2011 - 23:59

Atvinnufrelsi (25. gr.)

Í 25. gr. frumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um […]

Miðvikudagur 24.08 2011 - 23:59

Menntun (24. gr.)

Í 24. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum skal tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Öllum þeim, sem skólaskylda nær til, skal standa til boða menntun án endurgjalds. Menntun skal miða að alhliða þroska hvers og eins, gagnrýninni hugsun og vitund um mannréttindi, lýðræðisleg réttindi og skyldur. Alþingi útfærir áfram meginregluna […]

Þriðjudagur 23.08 2011 - 23:59

Heilbrigðisþjónusta (23. gr.)

Í 23. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Fyrri málsgreinin er nýmæli – í samræmi við alþjóðamannréttindareglur sem Ísland hefur undirgengist. Raunar hafði ég eins og fleiri í stjórnlagaráði og […]

Mánudagur 22.08 2011 - 20:00

Félagsleg réttindi (22. gr.)

Í 22. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir Öllum skal með lögum tryggður réttur til lífsviðurværis og félagslegs öryggis. Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til almannatrygginga og félagslegrar aðstoðar, svo sem vegna atvinnuleysis, barneigna, elli, fátæktar, fötlunar, veikinda, örorku eða sambærilegra aðstæðna. Skynsamlegar viðbætur Í gildandi stjórnarskrá er sambærilegt ákvæði að finna og í síðari […]

Sunnudagur 21.08 2011 - 21:21

Fundafrelsi (21. gr.)

Í 21. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er ákvæðið um fundafrelsi skilið frá félagafrelsisákvæðinu – eins og ég lagði til. Auk þess eru gerðar á því töluverðar orðalags- og líklega efnisbreytingar frá gildandi stjórnarskrá – sem ég var ekki að öllu leyti ánægður með enda e.t.v. sem lögfræðingur íhaldssamari að þessu leyti gagnvart breytingum á sígildum stjórnarskrárákvæðum en flestir […]

Laugardagur 20.08 2011 - 16:30

Félagafrelsi (20. gr.)

Í 20. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er félagafrelsi lítið breytt frá gildandi stjórnarskrá. Áfram er sérstaklega áréttuð tilvist hinna mikilvægu félaga – stjórnmálafélaga og stéttarfélaga – sem segja má að taki þátt í stjórn landsins og vinnumarkaðarins. Að minni uppástungu er félagafrelsi nú aðgreint frá fundafrelsi, sem er í sama ákvæði í gildandi stjórnarskrá. Tryggt er bæði svonefnt „jákvætt“ félagafrelsi […]

Föstudagur 19.08 2011 - 07:00

Kirkjuskipan (19. gr.)

Í 19. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er lögð til meginbreyting á lagalegri stöðu þjóðkirkjunnar – en engin breyting er lögð til í raun á stöðu hennar frá gildandi stjórnarskrá. Í frumvarpinu segir: Í lögum má kveða á um kirkjuskipan ríkisins. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan ríkisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í […]

Fimmtudagur 18.08 2011 - 12:00

Trúfrelsi (18. gr.)

Í 18. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna töluverðar orðalagsbreytingar – en fremur lítið er um efnisbreytingar frá gildandi stjórnarskrá; í frumvarpinu segir: Öllum skal tryggður réttur til trúar og lífsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga. Öllum er frjálst að iðka trú, einslega eða í samfélagi með […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur