Er við í stjórnlagaráði semjum tillögur að nýrri stjórnarskrá – í stað þeirrar sem gilt hefur, lítt breytt, í mannsaldur frá lýðveldisstofnun 1944, og að stofni til í tvo mannsaldra frá 1874 – er eitt mikilvægasta atriðið hvernig orða á hlutina og til hvers. Mannamál, já… Ég er meðvitaður um eftirfarandi: Almenn og líklega langvinn […]
Samkvæmt fréttum síðdegis í dag hefur forseti Íslands fallist á tillögu innanríkisráðherra um skipan 3ja nýrra hæstaréttardómara – daginn eftir að mat dómnefndar var birt á vef innanríkisráðuneytisins. Þvert á það, sem sumir gætu lesið út úr fréttum, er skipun dómaranna – eins og vera ber – ótímabundin. Ekki skal hins vegar skipa nýja dómara […]
Í dag hélt ég eiginlega jómfrúarræðu mína í stjórnlagaráði. Róttækar umbótahugmyndir Ég hef að vísu áður tekið til máls úr sæti mínu um formsatriði og skipulag starfsins en í dag fékk ég ásamt tveimur öðrum Akureyringum tækifæri til þess að halda stefnuræðu í stjórnlagaráði. Fyrir þá sem fylgst hafa með skrifum mínum var þar fátt […]
Daginn eftir að nýskipað stjórnlagaráð var sett um miðja síðustu viku voru kjörin formaður, Salvör Nordal, og varaformaður, Ari Teitsson. Innan viku hafði stjórnlagaráð þegar sett sér starfsreglur og ákveðið hvernig hefja skyldi vinnu við endurskoðun stjórnarskrárinnar eins og Alþingi hafði falið okkur. Í morgun hófst svo efnisumræða í starfshópum sem starfa til bráðabirgða þar til […]
Nú þegar fullveldisdagurinn – mesti hátíðisdagur Íslandssögunnar í mínum huga – er að ganga í garð vil ég þakka kjósendum af öllu landinu fyrir það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig sem einn 25 fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþing Íslendinga – nema Þjóðfundurinn 1851 sé talinn með; þegar stjórnlagaþingið kemur saman […]
Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi. Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, […]
Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóðkirkjunnar verði meginefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóvember. Ég tel hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórnlagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrúar á stjórnlagaþingi einbeiti sér […]
Nú – daginn fyrir kosningar til stjórnlagaþings, hins fyrsta í 160 ár – er orðið ljóst að íhaldsöflin – sem engar eða litlar (og þá helst saklausar) breytingar vilja sjá á stjórnskipun landsins og stjórnarfari – munu þrátt fyrir allt ekki þora að sniðganga stjórnlagaþing alveg (eins og ég óttaðist fyrir mánuði). Þeir nota aðra taktík, […]
Eina atriðið sem stjórnarskrárnefnd Alþingis gat eftir nokkurra ára starf orðið sammála um var að breyta því ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um hvernig stjórnarskránni skuli breytt – en nú er áskilið að Alþingi samþykki tvívegis sams konar frumvarp til stjórnarskipunarlaga og að alþingiskosningar eigi sér stað í millitíðinni. Þessu vil ég breyta – eins […]
Ekki þarf að skírskota til Árbótar-málsins til þess að hefja umfjöllun um álitamál er varðar óvandaða stjórnsýsluhætti og jafnvel ólögmæta – og þar með, eftir atvikum, bótaskylda – stjórnsýsluhætti. Um daginn skrifaði ég um hvað ef RÚV hefði ekki á 11. stundu brugðist við gagnrýni og tekið upp maraþonsyrpu með um 500 viðtölum á þremur […]