Færslur með efnisorðið ‘Stjórnskipunarréttur’

Mánudagur 23.05 2011 - 23:59

Stjórnarskráin og eldgos

Halda mætti við fyrstu sýn að fyrirsögnin sé grín – eins og í færslu fyrir stjórnlagaþingskosningar í nóvember sl.; þegar nánar er að gáð er ekki svo vitlaust að athuga samhengi stjórnskipunarinnar við eldgos – eins og nú hafa dunið á þjóðinni og Norðurhveli jarðar tvö ár í röð – sem og aðra ófyrirséðar hamfarir eða […]

Þriðjudagur 17.05 2011 - 23:57

Norska, sænska eða íslenska leiðin?

Í dag er 17. maí – og þá verður mér gjarnan hugsað til Noregs; þar gildir sú sérstaka regla að ekki er heimilt að rjúfa löggjafarþingið, Stortinget, eins og yfirleitt er hægt í þingræðisríkjum á borð við þau sem við sækjum okkar fyrirmyndir. Í þingrofi felst að kjörtímabil (hér: 4 ár) er stytt og boðað […]

Fimmtudagur 12.05 2011 - 23:50

Hæstiréttur sem stjórnlagadómstóll

Hér er breytingartillaga sem ég boðaði á ráðsfundi fyrir viku og skrifaði enn um hér og lagði fram á fundi stjórnlagaráðs í dag við Dómstólakafla og Lögréttu varðandi útvíkkaðan Hæstarétt sem stjórnlagadómstól: „Orðin „að því marki sem á það reynir í dómsmáli“ í 2. mgr. ákvæðis D3 falli brott ásamt kafla um Lögréttu. Þess í […]

Þriðjudagur 03.05 2011 - 21:40

25% Hæstaréttar skipaður

Samkvæmt fréttum síðdegis í dag hefur forseti Íslands fallist á tillögu innanríkisráðherra um skipan 3ja nýrra hæstaréttardómara – daginn eftir að mat dómnefndar var birt á vef innanríkisráðuneytisins. Þvert á það, sem sumir gætu lesið út úr fréttum, er skipun dómaranna – eins og vera ber – ótímabundin. Ekki skal hins vegar skipa nýja dómara […]

Mánudagur 02.05 2011 - 23:13

Stjórnskipulegur neyðarréttur

Spennandi umræður eru að skapast um erindi til stjórnlagaráðs á vef þess fyrir opnum tjöldum. Eftir hádegi á fimmtudögum eru svo reglulegir fundir sem fylgjast má með  á vefnum – og næsta fimmtudag má búast við að fyrstu tillögurnar verði samþyktar inn í áfangaskjal sem smám saman mun spinnast við. Fram að því eru sjónarmið og […]

Miðvikudagur 27.04 2011 - 17:30

Forsetaræði eða þingræði

Nefndir stjórnlagaráðs eru komnar á fullt; þær eru þrjár og mætti miðað við megin viðfangsefni þeirra e.t.v. nefna þær  mannréttindanefnd (A), valdþáttanefnd (B) og lýðræðisnefnd (C).   Verkefni „valdþáttanefndar“ Ég sit í nefnd B ásamt sjö öðrum ráðsfulltrúum en hún hefur þessi viðfangsefni: Undirstöður íslenskrar stjórnskipunar, hlutverk og staða forseta Íslands, hlutverk og störf Alþingis, […]

Sunnudagur 17.04 2011 - 23:59

Þú hefur áhrif

Fyrsta verk mitt eftir að stjórnlagaráð setti sér starfsreglur í vikunni var að svara ítölskum blaðamanni sem spurði stjórnlagaráðsfulltrúa m.a. eitthvað á þessa leið: Hvernig getur íslenskur almenningur tekið þátt í starfi stjórnlagaráðs? Margþættar leiðir fyrir áhrif almennings Mér til ánægju sá ég við yfirferð yfir umgjörð ráðsins samkvæmt þingsályktun og umræddum starfsreglum að almenningur […]

Þriðjudagur 30.11 2010 - 23:55

Þakklátur og hrærður

Nú þegar fullveldisdagurinn – mesti hátíðisdagur Íslandssögunnar í mínum huga – er að ganga í garð vil ég þakka kjósendum af öllu landinu fyrir það mikla traust sem mér er sýnt með því að kjósa mig sem einn 25 fulltrúa á fyrsta stjórnlagaþing Íslendinga – nema Þjóðfundurinn 1851 sé talinn með; þegar stjórnlagaþingið kemur saman […]

Laugardagur 27.11 2010 - 07:00

Ertu efins? – Listi 44ja stjórnlagapistla

Nú þegar kjördagur er runninn upp – vona ég að sem flestir kjósi. Ég býð mig fram (nr. 3249) og hef undanfarnar sex vikur lagt mitt af mörkum til málefnalegrar umræðu um þetta hugðarefni mitt undanfarin 20 ár – þ.e. gildandi stjórnarskrá, væntanlegt stjórnlagaþing og helstu úrbótatillögur; ég vek athygli á því að á morgun, […]

Föstudagur 26.11 2010 - 18:40

Láttu þjóðkirkjumálið ekki ráða afstöðu þinni

Sjá má að margir frambjóðendur til stjórnlagaþings – og jafnvel kjósendur og einstaka fjölmiðlar – telja að staða þjóðkirkjunnar verði meginefni stjórnlagaþings – sem við kjósum til nk. laugardag, 27. nóvember. Ég tel hvorki nauðsynlegt né skynsamlegt að ráða þjóðkirkjumálinu til lykta á stjórnlagaþingi. Að mínu mati er réttara að fulltrúar á stjórnlagaþingi einbeiti sér […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur