Nú þegar aðeins tólf dagar eru til kosninga til stjórnlagaþings – hins fyrsta í sögunni (eða í 160 ár, ef Þjóðfundurinn 1851 er talinn með) – og 18 dagar eru liðnir frá því að nöfn 523 frambjóðenda voru kynnt hefur Ríkisútvarpið lítið fjallað um stjórnlagaþing, nokkuð um þjóðfundinn 6. nóvember sl. en ekkert um frambjóðendur […]
Í nokkrum pistlum – síðast í gær – hef ég boðað nánari útfærslu á þessu meginstefnumáli mínu fyrir framboð til stjórnlagaþings: Sveitarfélögin fái stjórnskipulega stöðu sem fjórða valdið til mótvægis. Er ég kynnti framboð mitt skrifaði ég um þetta: Ég vil auka valdajafnvægi í því skyni að enginn einn aðili ráði lögum og lofum. Það vil ég […]
Nú hef ég skrifað daglega á Eyjuna undanfarnar fjórar vikur í aðdraganda stjórnlagaþings um þingið sjálft – og ekki síst stjórnarskrána, bæði það sem er og það sem ætti að vera. Er þá komið að meginatriði. Fjórða ríkisvaldið gleymist Töluvert hefur verið rætt um þrígreiningu ríkisvalds – svo og annmarka á henni og umbótatillögur. Fjórða […]
Nú kann ýmsa að reka í rogastans; fer ekki Alþingi með löggjafarvaldið samkvæmt stjórnarskrá? Jú, aðallega – ásamt forseta – en tvennt gleymist oft í þeirri lýsingu þegar sagt er að Alþingi setji lög. Þrígreining ríkisvalds er nefnilega ekki alger í raun. Takmörkum frumkvæðisvaldið Annars vegar er einn mikilvægasti þáttur löggjafarvaldsins í raun hjá ráðherrum […]
Margir segjast aðhyllast persónukjör – færri þora að viðurkenna að þeir séu á móti því; en hvað er persónukjör? Það er ekki einhlítt; sú staðreynd er ein ástæða þess að deilt er um málið. Um leið og ég árétta að ég er ekki sérfróður um þetta atriði (enda ekki hefðbundið svið í stjórnlagafræði sem ég […]
Hér má hlusta á ræðu mína um að stjórnarskráin áskilji nú þegar lögbundinn framfærslugrunn til handa fátækum, atvinnulausum o.fl. á borgarafundi Bótar í Salnum í Kópavogi að ósk skipuleggjenda fyrir réttum tveimur vikum. Það – hvað þegar er í stjórnarskránni varðandi svonefnd félagsleg réttindi – gæti verið innlegg í umræðu um hverju þarf að breyta eins og nú […]
Að afloknum vel heppnuðum þjóðfundi 2010 um stjórnarskrá er tímabært að velta því fyrir sér hvort ekki megi þróa þetta fundarform áfram og nota þjóðfundi til þess að svara spurningum um stór mál sem brenna á þjóðinni. Svarar þjóðfundur sjálfur ákallinu? Niðurstöður þjóðfundar eru skýrar og þar er að finna ákall um lýðræði, valdreifingu, ábyrgð […]
Nýafstaðinn þjóðfundur 2010 um stjórnarskrá virðist hafa tekist afar vel – og skilað jákvæðri niðurstöðu, öfugt við ótímabær fundarslit á Þjóðfundinum 1851. Stjórnlagaþing og allt starfsfólk og sjálboðaliðar hafa greinilega undirbúið þjóðfund um stjórnarskrá mjög vel – og unnið hratt og gegnsætt úr fyrstu niðurstöðum. Því getur þjóðin (við frambjóðendur til stjórnlagaþings þar með talin) strax […]
Á morgun er í fyrsta skipti í tæp 160 ár haldinn þjóðfundur; þeim síðasta var slitið af fulltrúa stjórnvalda áður en ætlunarverki fulltrúa þjóðarinnar var lokið en þessi er upptaktur að fyrsta stjórnlagaþinginu okkar – sem vonandi hlýtur ekki sambærileg örlög. Athyglisvert er að eina málið sem Þjóðfundurinn 1851 lauk áður en honum var slitið […]
Fyrirsögnin er auðvitað grín; stjórnarskrá virðist mér í fljótu bragði ekkert hafa með snjó að gera. Stjórnarskráin er hins vegar ekkert grín – og leysir ekki hvers manns vanda. Stjórnarskrá fjallar fyrst og fremst um tvennt eins og ég hef áður bent á: Skipan og völd æðstu handhafa ríkisvalds (löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdarvalds), val á […]