Færslur með efnisorðið ‘Stjórnskipunarréttur’

Föstudagur 09.09 2011 - 23:59

Kjörtímabil (Alþingis) (40. gr.)

Í 40. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Reglulegar alþingiskosningar skulu fara fram eigi síðar en við lok kjörtímabils. Kjörtímabil er fjögur ár. Upphaf og lok kjörtímabils miðast við sama vikudag í mánuði, talið frá mánaðamótum. Þingrof! Ákvæðið er samhljóða gildandi stjórnarskrá að því frátöldu að lengd kjörtímabils, sem fram kemur í ákvæðinu á undan, er áréttuð í nýrri […]

Fimmtudagur 08.09 2011 - 23:59

Alþingiskosningar (39. gr.)

Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]

Miðvikudagur 07.09 2011 - 23:28

Friðhelgi (Alþingis) (38. gr.)

Í 38. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi. Í 36. gr. gildandi stjórnarskrár er nákvæmlega sama ákvæði að finna. Vildi breyta „friði“ í „öryggi“ Sjálfur var ég eindregið þeirrar skoðunar að orðið „öryggi“ ætti að koma í stað hugtaksins friðar – sem mér þótti settur ríkissaksóknari í frægu 9-menninga-máli […]

Þriðjudagur 06.09 2011 - 23:26

Hlutverk (Alþingis) (37. gr.)

Með 37. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hefst nýr kaflli (III) – um Alþingi – en um kaflann má lesa í ítarlegum skýringum með stjórnarskrárfrumvarpinu enda er þetta eitt veigamesta umfjöllunarefnið í frumvarpinu sem og í gildandi stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og svo er þar er fjallað um skipan Alþingis, hlutverk […]

Mánudagur 05.09 2011 - 21:09

Dýravernd (36. gr.)

Í 36. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu. Réttur dýra – mannanna vegna? Í gildandi stjórnarskrá er ekkert fjallað um dýravernd – fremur en umhverfisvernd yfirleitt. Sjálfur var ég efins framan af hvort slíkt ákvæði ætti erindi í stjórnarskrá – einkum í kafla um […]

Sunnudagur 04.09 2011 - 16:00

Upplýsingar um umhverfi og málsaðild (35. gr.)

Í 35. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Stjórnvöldum ber að upplýsa almenning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem umhverfismengun. Með lögum skal tryggja almenningi aðgang að undirbúningi ákvarðana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. […]

Laugardagur 03.09 2011 - 12:00

Náttúruauðlindir (34. gr.)

Í 34. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæðið frá stjórnlagaráði – en þar er leitast við að takast á við eitt mesta óréttlæti undanfarinna áratuga á Íslandi án þess að hrófla við þeirri skilvirkni sem kvótakerfið, t.d., gefur færi á: Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi […]

Föstudagur 02.09 2011 - 16:00

Náttúra Íslands og umhverfi (33. gr.)

Í 33. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjölbreytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri […]

Fimmtudagur 01.09 2011 - 11:59

Menningarverðmæti (32. gr.)

Í 32. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Dýrmætar þjóðareignir sem heyra til íslenskum menningararfi, svo sem þjóðminjar og fornhandrit, má hvorki eyðileggja né afhenda til varanlegrar eignar eða afnota, selja eða veðsetja. Þetta er nýmæli enda segir ekkert um þetta í gildandi stjórnarskrá – en hún er að stofni til frá 1874. Ný handritadeila? Ákvæðið er að margra mati […]

Miðvikudagur 31.08 2011 - 07:00

Bann við herskyldu (31. gr.)

Í 31. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Herskyldu má aldrei í lög leiða. Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta – og því er  um að ræða stjórnskipulegt nýmæli þó að sögulega sé svo ekki og pólitískt sé væntanlega mikil sátt um að halda sig við þá stefnu sem hér er áréttuð, sbr. m.a. erindi sem bárust stjórnlagaráði um […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur