Færslur með efnisorðið ‘Sveitarstjórnarmál’

Miðvikudagur 16.11 2011 - 23:59

Samráðsskylda (við sveitarfélög) (108. gr.)

Í 108. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Samráð skal haft við sveitarstjórnir og samtök þeirra við undirbúning lagasetningar sem varðar málefni sveitarfélaga. Beina samráðsskyldu skortir í stjórnarskrá – bæði almennt og sértækt Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um samráð áður en lög eru sett; í besta falli mætti með góðum vilja túlka ákvæði stjórnarskrár um þrjár umræður og ákvæði frumvarpsins […]

Þriðjudagur 15.11 2011 - 23:59

Kosning sveitarstjórna og íbúalýðræði (107. gr.)

Í 107. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Sveitarfélögum er stjórnað af sveitarstjórnum sem starfa í umboði íbúa og eru kjörnar í almennum, leynilegum kosningum. Rétti íbúa sveitarfélags til þess að óska eftir atkvæðagreiðslu um málefni þess skal skipað með lögum. Nauðsynlegt að hafa í stjórnarskrá… Í gildandi stjórnarskrá segir ekkert um þetta en um þetta eru ákvæði í lögum; […]

Mánudagur 14.11 2011 - 23:59

Nálægðarregla (106. gr.)

Í 106. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs birtist ágæt lausn – um nálægðarreglu – sem ég vil síður kalla málamiðlun því að málamiðlanir eru ekki alltaf þeim kostum búnar sem lausnir eru, þ.e. að ná að nokkru eða miklu leyti fleiri (jafnvel ólíkum) markmiðum sem að var stefnt með annars konar tillögum en í niðurstöðunni fólst. Í 106. […]

Föstudagur 14.10 2011 - 11:59

Umboðsmaður Alþingis (75. gr.)

Í 75. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fimm ára. Hann skal vera sjálfstæður í störfum sínum. Hann gætir að rétti borgaranna og hefur eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Hann gætir þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og […]

Laugardagur 01.10 2011 - 23:59

Lögrétta (62. gr.)

Um 62. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var mikið rætt – til og frá; þar segir: Alþingi kýs í Lögréttu fimm menn til fimm ára. Þingnefnd eða 1/5 hluti alþingismanna getur óskað eftir áliti Lögréttu um hvort frumvarp til laga samrýmist stjórnarskrá og þjóðréttarlegum skuldbindingum ríkisins. Ekki má afgreiða frumvarpið fyrr en álit Lögréttu liggur fyrir. Um störf […]

Miðvikudagur 10.11 2010 - 23:55

Persónukjör – hvað er það?

Margir segjast aðhyllast persónukjör – færri þora að viðurkenna að þeir séu á móti því; en hvað er persónukjör? Það er ekki einhlítt; sú staðreynd er ein ástæða þess að deilt er um málið. Um leið og ég árétta að ég er ekki sérfróður um þetta atriði (enda ekki hefðbundið svið í stjórnlagafræði sem ég […]

Þriðjudagur 09.11 2010 - 16:09

Stjórnarskrárvarinn framfærslugrunnur

Hér má hlusta á ræðu mína um að stjórnarskráin áskilji nú þegar lögbundinn framfærslugrunn til handa fátækum, atvinnulausum o.fl. á borgarafundi Bótar í Salnum í Kópavogi að ósk skipuleggjenda fyrir réttum tveimur vikum. Það – hvað þegar er í stjórnarskránni varðandi svonefnd félagsleg réttindi – gæti verið innlegg í umræðu um hverju þarf að breyta eins og nú […]

Miðvikudagur 03.11 2010 - 22:55

Meiri þrígreiningu – hvernig?

Í gær voru kosningar til fulltrúadeildar þings Bandaríkja Norður-Ameríku (BNA) og þriðjungs öldungadeildar auk fylkisstjóra. Er því ekki úr vegi að minna á helstu kosti stjórnskipulags BNA – enda þótt ýmsir gallar séu vitaskuld þar á stjórnmálum og stjórnarfyrirkomulagi eins og víðar (en þeir eru ekki endilega stjórnskipulegir að mínu mati). „Checks and balances“ Einn […]

Sunnudagur 17.10 2010 - 21:08

Lögskylt samráð í stjórnarskrá?

Eitt uppáhalds orðið – og fyrirbærið – mitt er „samráð.“ Hjá sumum hefur það auðvitað óheppilegan blæ enda hefur samráð fyrirtækja um verð, markað o.fl. verið bannað að viðlagðri refsingu a.m.k. frá því að samkeppnislög voru sett hér 1993 – enda þótt meginákvæði laganna noti reyndar annað hugtak. Ég hef langa og góða reynslu af […]

Föstudagur 15.10 2010 - 22:17

Hvert tré 35.000 kr. virði!

Í kurteisisheimsókn á skrifstofu Skógræktarfélags Íslands frétti ég af merkum dómi Hæstaréttar frá í gær – sem hafði farið fram hjá mér. Ég hef ekki séð umfjöllun um hann í fréttum – en vil lýsa ánægju með hann; í málinu, sem fjallað var um á sínum tíma, var Kópavogsbæ stefnt vegna yfirgangs þáverandi bæjaryfirvalda. Í stuttu […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur