Færslur með efnisorðið ‘Valddreifing’

Laugardagur 12.11 2011 - 23:59

Ákæruvald og ríkissaksóknari (104. gr.)

Í 104. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er mikilvægt nýmæli að finna: Skipan ákæruvaldsins skal ákveðin með lögum. Ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvaldsins. Hann skal í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögum. Ráðherra skipar ríkissaksóknara og veitir honum lausn. Ríkissaksóknari er sjálfstæður í störfum sínum og nýtur sömu verndar í starfi og dómarar. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert kveðið […]

Þriðjudagur 08.11 2011 - 23:59

Lögsaga dómstóla (100. gr.)

Í 101. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Dómstólar skera endanlega úr um réttindi og skyldur að einkarétti, svo og sök um refsiverða háttsemi og ákveða viðurlög við henni. Dómstólar skera úr um hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Dómstólar skera úr um hvort stjórnvöld hafi farið að lögum. Hjá ákvörðun stjórnvalds verður ekki komist í bráð með því að […]

Mánudagur 07.11 2011 - 23:59

Sjálfstæði dómstóla (99. gr.)

Í 99. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er eitt stysta ákvæði þess að finna – ekki vegna þess að það sé lítils virði heldur einmitt vegna þess að skýrri og óumdeildri hugsun mátti lýsa á gagnorðan hátt: Sjálfstæði dómstóla skal tryggt með lögum. Í gildandi stjórnarskrá er ekki beinlínis kveðið á um sjálfstæði dómstóla berum orðum – en þar […]

Sunnudagur 06.11 2011 - 23:59

Skipan dómstóla (98. gr.)

Í 98. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Skipan dómstóla, þar á meðal dómstig og fjöldi dómara, skal ákveðin með lögum. Í gildandi stjórnarskrá segir um þetta að skipan dómsvaldsins verði eigi ákveðin nema með lögum. Hér er orðalaginu breytt úr neikvæðri nálgun sem tryggja á að skipan dómsvalds og dómstólaskipan sé ekki ákveðin með stjórnvaldsfyrirmælum heldur aðeins almennum […]

Laugardagur 05.11 2011 - 23:59

Sjálfstæðar ríkisstofnanir (97. gr.)

Ákvæði 97. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er algert nýmæli – og nokkuð sérstætt; það á sér þó sögulegar skýringar í ósjálfstæðum ríkisstofnunum á Íslandi og jafnvel tilviki þar sem sjálfstæð og mikilvæg ríkisstofnun – Þjóðhagsstofnun – var talin hafa verið lögð niður vegna óþægðar við þáverandi forsætisráðherra. Í 97. gr. frumvarpsins segir: Í lögum má kveða á um […]

Föstudagur 04.11 2011 - 23:59

Skipun embættismanna (96. gr.)

Í 96. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna nokkuð ítarlegt ákvæði – um mjög mikilvægt mál sem því var rætt í þaula í stjórnlagaráði; þar er þrenns konar reglur að finna: Hverjir eru bærir til þess að veita embætti, þ.e. hver hefur vald til þess að ákveða hver fái æðstu störf á vegum ríkisins (bærnireglur). Hvaða […]

Miðvikudagur 02.11 2011 - 23:59

Skýrsla ríkisstjórnar til Alþingis (94. gr.)

Í 94. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Árlega leggur ríkisstjórn fyrir Alþingi skýrslu um störf sín og framkvæmd ályktana þingsins. Ráðherra getur gert grein fyrir málefni sem undir hann heyrir með skýrslu til Alþingis. Í gildandi stjórnarskrá er ekkert sambærilegt ákvæði að finna. Ákvæðið er eitt af mörgum nýmælum í því skyni að dýpka þingræðið og styrkja eftirlitsvald […]

Mánudagur 31.10 2011 - 23:59

Starfsstjórn (92. gr.)

Í 92. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Eftir að forsætisráðherra hefur verið veitt lausn ásamt ríkisstjórn sinni situr hún áfram sem starfsstjórn uns ný ríkisstjórn er skipuð. Sama gildir ef þing er rofið. Ráðherrar í starfsstjórn taka aðeins þær ákvarðanir sem nauðsynlegar eru til rækslu starfa þeirra. Hvenær verður ríkisstjórn starfsstjórn? Í skýringum segir svo um þau […]

Laugardagur 29.10 2011 - 23:59

Stjórnarmyndun (90. gr.)

Ákvæði 90. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs var eitt mest rædda ákvæðið í valdþáttanefndi (B) stjórnlagaráðs. Sömuleiðis er það eitt ítarlegast skýrða ákvæðið en um það eru 5 bls. í skýringum. Í því eru þó ekki mjög róttækar breytingar – en ýmsar breytingar þó. Ákvæðið hljóðar svo: Alþingi kýs forsætisráðherra. Eftir að hafa ráðfært sig við þingflokka og […]

Föstudagur 28.10 2011 - 23:59

Ráðherrar og Alþingi (89. gr.)

Í 89. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs segir: Ráðherrar mæla fyrir frumvörpum og tillögum frá ríkisstjórn, svara fyrirspurnum og taka þátt í umræðum á Alþingi eftir því sem þeir eru til kvaddir, en gæta verða þeir þingskapa. Ráðherrar hafa ekki atkvæðisrétt á Alþingi. Sé alþingismaður skipaður ráðherra víkur hann úr þingsæti á meðan hann gegnir embættinu og tekur […]

Höfundur

Gísli Tryggvason
Sat í stjórnlagaráði 2011 og er í framkvæmdaráði umbótaflokksins Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði. Löglærður (hdl.) og með meistaragráðu (MBA) í mannauðsstjórnun. Hef sótt og varið hagsmuni og réttindi neytenda og launafólks í 15 ár.

GSM 897 33 14; gt@vestnord.is
RSS straumur: RSS straumur