Í 39. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt lengsta og tæknilegasta ákvæði þess; ég gat þó – og get – ekki tekið undir efasemdir innan ráðsins og e.t.v. utan um að of langt hafi verið gengið í útfærslu á tæknilegum atriðum í því ákvæði. Í stjórnarskrá eru f.o.f. meginreglur og markmið… Flest vorum við – […]
Með 37. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs hefst nýr kaflli (III) – um Alþingi – en um kaflann má lesa í ítarlegum skýringum með stjórnarskrárfrumvarpinu enda er þetta eitt veigamesta umfjöllunarefnið í frumvarpinu sem og í gildandi stjórnarskrá þar sem segir að Alþingi og forseti Íslands fari saman með löggjafarvaldið og svo er þar er fjallað um skipan Alþingis, hlutverk […]
Í 27. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er að finna eitt mikilvægasta ákvæði stjórnarskráa og mannréttindaskráa frá upphafi – þ.e. ákvæði sem verndar réttinn til frelsis, sem í erlendu lagamáli er stundum kenndur við habeas corpus. Sá réttur hefur aðeins verið tekinn úr sambandi í borgarastyrjöldum og einræðisríkjum og við þvíumlíkar aðstæður – en því miður of oft við […]
Í 25. gr. frumvarps stjórnlagaráðs segir: Öllum er frjálst að stunda þá atvinnu sem þeir kjósa. Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast. Í lögum skal kveða á um rétt til mannsæmandi vinnuskilyrða, svo sem hvíldar, orlofs og frítíma. Öllum skal tryggður réttur til sanngjarnra launa og til að semja um […]
Í 20. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er félagafrelsi lítið breytt frá gildandi stjórnarskrá. Áfram er sérstaklega áréttuð tilvist hinna mikilvægu félaga – stjórnmálafélaga og stéttarfélaga – sem segja má að taki þátt í stjórn landsins og vinnumarkaðarins. Að minni uppástungu er félagafrelsi nú aðgreint frá fundafrelsi, sem er í sama ákvæði í gildandi stjórnarskrá. Tryggt er bæði svonefnt „jákvætt“ félagafrelsi […]
Í 17. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er merkilegt nýmæli miðað við gildandi stjórnarskrá, sem er að stofni til frá 1874: Tryggja skal með lögum frelsi vísinda, fræða og lista. Með þessu er sú skylda lögð á Alþingi að tryggja að kostun – t.d. af hálfu einkaaðila með ríka hagsmuni af þjóðfélagsmálum – á rannsóknar- og kennslustöðum við háskóla, stuðningur […]
Í 16. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs er enn eitt nýmælið miðað við lýðveldisstjórnarskrána – sem að stofni til er 137 ára gömul: Frelsi fjölmiðla, ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra og gegnsætt eignarhald skal tryggja með lögum. Vernd blaðamanna, heimildarmanna og uppljóstrara skal tryggja í lögum. Óheimilt er að rjúfa nafnleynd án samþykkis þess sem veitir upplýsingar nema við meðferð sakamáls og […]
Umfjöllun um grein dagsins – 15. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs – verður heldur fáorð enda eru bæði tölvan og ég hálf eftir okkur eftir nokkuð ítarlegt og venju fremur fræðilegt blogg gærdagsins um 14. gr. – en vonandi samt á mannamáli – um grundvallarregluna um tjáningarfrelsi og nýmæli sem þar er að finna, svo og þær fáu breytingar […]
Af fjórum málsgreinum í eftirfarandi tjáningarfrelsisgrein í 14. gr. stjórnarskrárfrumvarps stjórnlagaráðs felur sú þriðja í sér eina verulega nýmælið frá gildandi stjórnarskrá: Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá hugsanir sínar. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar […]
Í stjórnlagaráði liggur fyrir óformleg tillaga um að afnema heimild í stjórnarskrá til þess að setja bráðabirgðalög. Áður en ég lýsi skoðun minni – og rökstyð hana – þætti mér vænt um að lesa (eða heyra í GSM 897 33 14) skoðanir lesenda á því hvort slík heimild eigi að vera fyrir hendi áfram í […]