Dalligate er nafn á máli tengdu John Dalli fyrrum heilbrigðisframkvæmdastjóra ESB sem varð að segja af sér fyrir tveimur árum vegna ásakana um að hann hefði hitt hagsmunagæslumenn tóbaksiðnaðar á óskipulögðum fundum. Fulltrúi hans er einnig sakaður um að hafa óskað eftir fjárframlagi frá sænskum tóbaksframleiðanda gegn því að Dalli myndi stuðla að því að […]
ESB skelfur. Það er enn titringur vegna kosninga til ESB-þingsins. Stór hluti Evrópubúa er hundóánægður með Evrópusambandið og Bretar eru á útleið. Þórarinn Hjartarson kemur inn á þetta í athyglisverðri grein sem birt var í Fréttablaðinu og á Visir.is. Hann byrjar á því að tengja umræðuna við hina pólitísku hreinstefnu sem Samfylkingin með Dag […]
Úrslit kosninga til ESB-þingsins sýna að sú stefna sem hefur verið ríkjandi hjá flokkum sem eru fylgjandi frekari samruma hefur beðið skipbrot. Sigur Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi er einn og sér algjört reiðarslag fyrir svokallaða Evrópuhugsjón. Í Frakklandi, Bretlandi og Danmörku náðu þeir flokkar bestum árangri sem vilja sem minnst með ESB hafa að gera. Meira […]
ESB-þingmenn eru vel launaðir en völd þeirra eru ekki í samræmi við það. Þeir geta ekki haft frumkvæði að lagasetningu heldur geta aðeins samþykkt það sem frá framkvæmdastjórninni og ráðherraráðinu kemur. Þetta áhrifaleysi þingsins er ein af ástæðum þess að Evrópubúar hafa fremur lítinn áhuga á kosningum til ESB-þingsins. Þingið býr við þær sérstöku aðstæður […]
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild og Herjan, félag stúdenta gegn ESB-aðild, ganga saman 1. maí undir merkjum Nei við ESB. Mæting er í gönguna við Hlemm kl. 13:00. Að göngu lokinni eru allir hjartanlega velkomnir í kaffi kl. 15:00-17:00 á skrifstofu Nei við ESB að Lækjartorgi 5. Gengið er […]
Sérfræðingur á vegum Seðlabanka Grikklands hefur unnið skýrslu sem bankinn heffur birt þar sem hann kemst að þeirri niðurstöðu að heildarávinningur af Efnahags- og myntsamstarfinu (evrusamstarfinu) frá upphafi sé enginn þegar litið er til þróunar fjármálamarkaðar. Ástæðan er sú að ávinningurinn sem varð af samstarfinu fyrstu árin sé jafn kostnaðinum sem fjármálakreppan frá 2007 skapaði. […]
Umsóknin um aðild Íslands að ESB 2009 var frá upphafi á brauðfótum. Á bak við hana stóð í raun aðeins einn stjórnmálaflokkur, Samfylkingin, sem fékk forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til fylgilags við sig þvert ofan í yfirlýsta stefnu og kosningaloforð um að ekki yrði sótt um aðild. Umsókninni var þröngvað í gegn með naumum meirihluta […]
Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, hvetur til þess að tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB verði samþykkt. Það eru margvísleg atriði sem mæla með samþykkt tillögunnar. Þau atriði varða m.s. lýðræði, siðferði, fullveldismál, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál og efnahagsmál, svo nokkuð sé nefnt. Hér að neðan er greint frá […]
Helmingur Dana, Svía og Finna vilja fremur sjá aukið norrænt samstarf en evrópskt. Þá eru tveir af hverjum þremur Evrópubúum ósáttir við þá þróun sem átt hefur sér stað innan ESB. Einna mest er óánægjan með ESB á Ítalíu og í Frakklandi þar sem þrír af hverjum fjórum telja að ESB hafi þróast í vitlausa […]
Erindi Ernu Bjarnadóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, á ráðstefnu Nei við ESB og Nei til EU laugardaginn 22. mars 2014: Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa Það voru átakatímar á Íslandi vorið 2009. Engum sem tók þátt né heldur áhorfendum gat dulist það. Fyrsta stjórn vinstri flokka um árabil var mynduð í skugga efnahagshruns […]