Miðvikudagur 23.10.2013 - 16:35 - Lokað fyrir ummæli

Allt í plati

 

Það verður ljóst með hverjum deginum sem líður að dráttur verður á því að aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar fyrir heimili í landinu birtist. Nú bíða heimilin með allar fjárfestingar í þeirri trú að ríkisstjórnin ætli sér að gera eitthvað fyrir þau. Þessi bið hefur óbein neikvæð áhrif á efnahagslífið enda þora einstaklingar og heimili ekki að hreyfa sig fyrr en í ljós kemur hvaða töfralausnir ríkisstjórnin ætlar að koma með.

Auðvelt er að segja að það sé í raun ekkert mál að ákveða einhverjar skuldaleiðréttingar á línuna en þeir sem þekkja til vita að þetta er langt því frá að vera einfalt og í mörg horn að líta. Enn er ekki ljóst hverjir það eru sem eiga að fá þessar leiðréttingar né er vitað  hversu miklar þær eiga að vera. Nú svo er það verðtryggingin en lögmæti hennar er enn á huldu og í reynd myndi það gera mikið fyrir fólkið og efnahagslífið ef hún yrði afnumin. Menn ættu að læra af fyrri mistökum og hafa frumkvæðið að þeirri aðgerð en ekki bíða bara eftir niðurstöðu dómstóla. Það kann að vera of seint í rassinn gripið þegar dómar liggja fyrir og menn hafa þá litla stjórn á eftirleiknum. Á kannski að setja önnur neyðarlög þá eða voru þessi loforð bara allt í plati?

Flokkar: Lögfræði

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur