Þriðjudagur 04.02.2014 - 15:23 - Lokað fyrir ummæli

Vændi

Vændi hefur töluvert verið í umræðunni undanfarið og ekki að ástæðulausu. Hefur ákæruvaldið verið duglegt að gefa út ákærur á hendur meintum vændiskaupendum. Að undanförnum árum hefur mikið kapp verið lagt á að uppræta vændi hér á landi og hefur löggjafinn tekið af skarið í þeim efnum. Lögum og regluverki var breytt og farin svokölluð sænsk leið. Hún felur í sér að sökin er færð yfir á kaupendur vændis og þeir gerðir að sakamönnum á meðan salan er refsilaus.

Eflaust hefur tilgangur þessa verið sá að fæla væntanlega kaupendur frá því að kaupa sér vændi. Undirritaður verður að viðurkenna að hann hefur miður góða trú á þessari aðferðafræði enda hefur reynst erfitt að koma í veg fyrir að vændi sé stundað. Þá hafa rannsóknir leitt í ljós að sænska leiðin hefur ekki reynst eins vel og vonir stóðu til þar á bæ.

Undirritaður telur brýna nauðsyn á því að reynt verði að finna nýjar lausnir á þessum aldna fjanda, beita þurfi nýjum aðferðum og hugsun eins og t.d. að nálgast þá betur sem leiðast út í vændi. Nýta þarf meiri fjármuni og mannafla í að hjálpa þeim sem eru fastir í vændi til að komast út úr því. T.d. væri gott að styrkja betur samtök eins og Kvennaathvarfið í því að veita víðtækari aðstoð og efla starf sitt. Reyndin er sú að þeir sem selja sig í vændi gera það oftar en ekki af neyð eða vegna bágra félagslegra aðstæðna sem viðkomandi þarf hjálpa út úr. Það er engum greiði gerður að setja löggjöf sem hvetur frekar til þess að vændisstarfssemi sökkvi dýpra í undirheimana þar sem misnotkunin og mannvonskan nær betur að grassera.

 

Flokkar: Lögfræði

«
»

Ummæli (8)

  • Óskar Guðmundsson

    Að sekta eða refsa neytendanum er vonlaust.
    Mun vænlegra væri að lögleiða vændi.

  • Hækka sektir til mikilla muna og birta dómana MEÐ nöfnum eins og gert er við ALLA aðra sem brjóta lög og eru dæmdir. Varla flókið

  • Jón Bóndi

    Það sem verður að hafa í huga er þetta; Hvers vegna er eftirspurn eftir vændisþjónustu?

    Sé þessi spurning ekki greind og henni svarað, er barátta gegn vændi vonlaus.

    Kynkvötin er sterk og henni verður að svala á einhvern hátt.

    Ekki eru allir karlmenn giftir, né gjaldgengir á markaðinum, og því þurfa þeir að leita að náðir skyndikvenna til að svala kynkvöt sinni.

    Og ekki eru þetta einhverjir ógeðslegir karlar sem vilja pína og meiða konur, heldur ósköp venjulegir menn sem er einmanna og vilja fá sér félagsskap á þenna máta.

    Þetta geta verið ekkjumenn, menn sem eru feimnir, eða menn sem eru fatlaðir eða ófríðiir, og eru því ekki gjaldgengir á markaðinum.

  • Jón bóndi: vændiskaupendur eru einmitt EKKI venjulegir menn í leit að „félagsskap“. Ekki frekar en vændiskonur eru í þessu til að fjármagna langskólanám. Þetta eru innihaldslausar mýtur. Vændiskaupendur eru einfaldlega bara menn sem nýta sér neyð annarra til að svala fýsnum sínum.

  • Áður fyrr átti svo að heita að skækjur beittu kvenlegum klækjum til að leiða saklausa drengi á glapstigu og hafa af þeim fé.

    Þær voru ókindurnar, þeir fórnarlömbin.

    Nú er búið að venda kvæðinu í kross.

    Sama heimskan í nýjum grímubúningi.

  • Ásdís Jónsdóttir

    Samkvæmt rannsóknum í mörgum löndum eru dæmigerðir vændiskaupendur vel efnum búnir menn í góðum stöðum, gjarnan giftir og vel settir í samfélaginu. Hvað sem rekur þá til að kaupa sér aðgang að líkama kvenna er það hvorki fötlun né neins konar líkamlegir annmarkar og alls ekki einmanaleiki! Kannski er það hrein og skær valdagræðgi, að geta komið fram við aðra manneskju eins og þræl án þess að það hafi þær afleiðingar sem slík hegðun myndi hafa í annarskonar samböndum.

  • Jón Bóndi

    Afstaða Gunnars hér að ofan er dæmigerð fyrir afstöðu femínista til þessa mál almment, sem sagt full af fordómum og það að ætla mönnum illt eitt til.

    Hvað eiga einmanna menn, sem einhverra hluta vegna eru ekki gjaldgengir á markaðinum að gera, lengi þeim til að fá útrás fyrir kynhvöt sína?

    Kannski eiga þeir bar að lifa klausturlífi það sem eftir er?

    Svona afstaða eins og hjá Gunnari og Ásdísi, er dæmigerð fyrir grimmd fólks í garð einmanna fólks sem einhverra hluta vegna verður utangarðs í lífnu.

  • Jón Bóndi

    Og Ásdís, heldurðu að þetta sé hrein og skær valdagræðgi hjá þessum mönnum að fá útrás fyrir kynhvöt sína hjá skyndikonu?

    Getur ekki verið að þetta séu fráskyldir menn, eða að konurnar þeirra sé ekki lengur til í tuskið? – (það er nefnilega þannig að upp úr fertugu, hafa margar konar afskaplega lítinn áhuga á kynlífi, á meðan löngunin er mun sterkari hjá mökum þeirra).

    Þín afstaða til eftirspurnar eftir kynlífi, er mjög fordómafull og dæmiger alhæfing um þessa þjónustu, þ.e að þetta séu einhverjir grimmir og ógeðslegir karlar sem vilji níðast á og drottna yfir konum.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur