Fimmtudagur 24.04.2014 - 19:31 - Lokað fyrir ummæli

Fyrning réttinda

Í fréttablaðinu í dag skrifar Einar H. Bjarnason lögmaður grein um fjármögnunarfyrirtækið Lýsingu en hann hefur áður í skrifum sínum lagt áherslu á að sett verði lög sem rjúfa fyrningu kröfuréttinda viðskiptavina fjármögnunarfyrirtækja. Ég verð að vera sammála Einari  um það sem hann segir í umræddri grein. Það sætir furði að enn þann daginn í dag er verið að deila um hluti sem á í reynd fyrir löngu að vera búið að leysa úr. Virðist því miður sem viðskiptavinir Lýsingar  og annarra fjármögnunarfyrirtækja fái ekki enn þá leiðréttingu sem þeir eiga svo sannarlega rétt á. Nauðsynlegt er að sett verði lög til að rjúfa fyrningu hugsanlegra krafna þessara viðskiptavina á hendur fjármögnunarfyrirtækjunum. Það er óforsvaranlegt af hálfu yfirvalda að sitja með hendur í skauti á meðan fjöldi manns mögulega tapar rétti sínum til leiðréttingar ólögmætra lánasamninga fyrir fyrningar sakir. Hér er um mikilvægt réttindamál að ræða enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir aðila sem hafa nú þegar tapað miklu vegna ólöglegra lánasamninga.

Flokkar: Lögfræði

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur