Fimmtudagur 05.06.2014 - 22:52 - Lokað fyrir ummæli

Mosku deilan

Undirritaður hefur fylgst með umræðunni í þjóðfélaginu undanfarið er tengst hefur úthlutun lóðar undir mosku í Reykjavík. Hefur hún oftar en ekki farið út fyrir velsæmandi mörk og hafa aðilar farið frjálslega með staðreyndir í málinu. Undirritaður var verjandi þeirra sem tóku sig til og framkvæmdu gjörning þann þar sem svínshausum var stillt upp á lóð þeirri sem til stendur að umrædd moska rísi á. Af tengslum mínum við það mál verð ég að segja að ég undrast hvernig því hefur verið kastað fram að lögregluyfirvöld hafi ekki sinnt starfi sínu við rannsókn málsins. Hvorki undirritaður né umbjóðendur mínir  fundu fyrir því að lögreglan hefði á einhvern hátt farið á svig við vinnureglur sínar við framkvæmd rannsóknararinnar. Umbjóðendur mínir voru kallaðir til skýrslutöku vegna málsins og voru þær í engu frábrugðnar öðrum skýrslutökum sem undirritaður hefur haft kynni af í störfum sínum sem lögmaður.

Það er jú auðvelt þegar maður fylgist með umræðunni úr fjarska að falla í þá gildru að telja sig geta slengt fram fullyrðingum án þess að vera með allar staðreyndir málsins á hreinu. Umræðan er orðin lituð af tilfinningasemi sem mætti halda að ætti að ráða öllu um það hvernig t.d. réttarkerfið í landinu eigi að virka. Ekki verður hjá því komist að meta umrætt mál út frá þeim staðreyndum sem liggja fyrir í því. Að halda því fram að yfirvöld hafi vísvitandi „sópað málinu undir teppið“ er með öllu fjarstæðukennt og órökstutt. Beita þarf yfirvegun og eðlilegri rökhugsun þegar fjallað er um málefni sem tengjast viðkvæmum málum eins og trúarbrögðum og varast sleggjudóma.

Flokkar: Lögfræði

«
»

Ummæli (2)

  • Haukur Kristinsson

    „Beita þarf yfirvegun og eðlilegri rökhugsun þegar fjallað er um málefni sem tengjast viðkvæmum málum eins og trúarbrögðum og varast sleggjudóma.

    Orðagjálfur!

  • Ég fæ ekki betur séð en að þú viðurkennir að vera verjandi manna sem sem einnig viðurkenndu að hafa framið gjörning sem varðar við lög,

    Vertu nú svo vænn að skýra fyrir okkur fáfróðum hvernig lögregla getur litið framhjá því.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur