Laugardagur 29.11.2014 - 13:56 - Lokað fyrir ummæli

Má deila á dómarann?

Fyrir nokkru síðan kom ég að máli sem snérist um skaðabætur gagnvart opinberum aðila. Umbjóðendur mínir töldu að tiltekið bæjarfélag hefði staðið illa að vegaframkvæmd sem varð til þess að fasteign þeirra stór skemmdist og var dæmd ónýt. Var málið sótt fyrir dómsstólum og vanst í héraði enda lágu á bak við málið fjöldin allur af gögnum og sérfræðiálitum sem staðfestu málatilbúnað umbjóðenda minna. Niðurstaða héraðsdóms var mjög vel rökstudd og dómurinn vel uninn enda voru tveir sérfróðir meðdómendur fengnir til að dæma í málinu auk dómarans.

Eins og í flestum svona mála þá var því áfrýjað til Hæstaréttar enda taldi bæjarfélagið ekki annað hægt. Þegar til málflutnings kom í Hæstarétti fór af stað atburðarrás sem ég hefði aldrei sjálfur getað trúað og í reynd lýginni líkust. Málið var flutt fyrir Hæstarétti í októbermánuði fyrir þriggja manna dómi. Eftir að búið var að flytja málið kom orðsending frá Hæstarétti þess efnis að flytja ætti málið aftur og þá fyrir fimm manna dómi. Samhliða því óskaði rétturinn eftir að málsaðilar öfluðu nýrra gagna í málinu. Fyrir þá sem þekkja ekki til þá er þetta mjög óvanalegt þegar litið er til þess að við meðferð einkamála gildi meginregla sem kölluð er málsforræðisreglan. Í þeirri reglur felst í grófum dráttum að málið og sá búningur sem það er lagt fram í, þar á meðal sönnungargögn, er á forræði málsaðilanna en ekki dómara. Dómarinn dæmir þá í málinu í þeim búningi sem það er lagt fram, málsaðilarnir bera þannig ábyrgð á því að leggja fram öll gögn máli sínu til stuðnings og að sama skapi bera þeir hallan ef þeim láist að afla gagna. Dómarinn á ekki að hlutast til um að lagfæra málatilbúnað annars aðilans. Hvað sem þessu líður þá var málið sem sagt aftur flutt fyrir Hæstarétti í þessum mánuði. Niðurstaða dómsins lág svo fyrir og var bærinn sýknaður af öllum kröfum, sem sagt fjölskipuðum dómi héraðsdóms var snúið. Afleiðingar dómsins eru þær m.a. að 85 ára gömul kona hefur misst aleigu sína.

Þegar manni finnst brotið á réttarfarsreglum, og það meginreglu réttarfars, þá fara ýmsar spurningar að vakna. Getur verið rétt sem Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum dómari Hæstaréttar hefur í gegnum tíðina sagt að eitthvað sé í reynd rangt í kerfinu okkar. Er eðlilegt að rétturinn ákveði það eftir að búið er að flytja málið að það eigi að flytja það aftur? Getur Hæstiréttur leyft sér að kalla eftir nýjum gögnum í máli sem búið er að flytja fyrir héraði og dæma í? Er réttlætanlegt að Hæstiréttur hlutist til um að afla nýrra sönnunargagna öðrum málsaðilnum til hagsbóta? Niðurstaða Hæstaréttar er endaleg og í réttinum eru mjög hæfir dómarar sem hafa að baki áratugareynslu í lögfræði en rétturinn verður eins og aðrar stofnanir í samfélaginu að þola gagnrýni.

Það hefur myndast sú venja í okkar kerfi að lögmenn deili ekki á dómarann og þá sérstaklega ekki í Hæstarétti. Oft mætti ætla að um þetta væri þögul samstaða innan lögmannastéttarinnar. Lögmenn verðar aftur á móti að sinna hlutverki sínu og halda uppi gagnrýnni umræðu í þjóðfélaginu þegar kemur að réttindum einstaklinga. Það er beinlínis skylda lögmanna að vera virkir í júridískri gagnrýnni í samfélaginu.

Flokkar: Lögfræði

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur