Sunnudagur 31.05.2015 - 16:34 - Lokað fyrir ummæli

Bullið

Eftir myrkustu mánuðina fer loks að sjá til sólar. Vorið kom aldrei og þrátt fyrir að það sé kominn júní þá er lítið um hitann sem vanalega fylgir sumrinu, í kenningu allavegna. En sólin er komin og vonandi fylgir henni þetta langþráða sumar sem allir hafa beðið eftir.

En vorið eða sumarið byrjaði með látum, verkföll og kjaradeilur stigmögnuðust og ekki er séð fyrir enda á þeim deilum, kröfunar hjá þeim lægstlaunuðu eru að lægstu launin fari upp í 300.000 kr á mánuði. Forysta atvinnurekenda, stjórnvalda og jafnvel seðlabankastjóri hafa talað gegn miklum hækkunum launa og tala um aðför að efnahagslegum stöðuleika eins og sú ábyrgð sé alfarið þeirra sem lægstu launin hafa.

Ég persónulega dáist að því fólki sem vinnur fyrir lægstu launum þessa lands og nær að draga fram lífið á þeim því ég get ekki séð hvernig það er hægt miðað við hvað kostar að leigja eða borga af húsnæði í dag samhliða því að matarverð er með þeim hætti að ekki er hægt að kaupa matarpoka án þess að það kosti tugi þúsunda. Mér þykar það sérstaklega aðdáunarvert þegar þetta sama fólk nær að ala upp börn því mér er það lífsins ómögulegt að skilja hvernig það er hægt á Íslandi í dag á lágmarkslaunun. En byrðar þessa fólks eru miklar því á sama tíma segja forystumenn þessa þjóðfélags og atvinnurekendur að fjárhagsleg velferð þessa lands sé háð þvi að þetta fólk haldi áfram að skrimta og lifa sultarlífi sem þjóðfélagið hefur gert að veruleika fyrir þetta fólk. Mér er skömm í hjarta að þetta skuli vera veruleikinn í okkar þjóðfélagið. En hvers vegna skyldi þetta vera svona og hvað ræður. Er forysta stjórmálaflokkanna svo veik að hún lætur þetta fólk sig engu varða og er forysta verkalýðfélaganna líka svona vesældarleg.

Á Íslandi í dag eru að minnsta kosti þrír gjaldmiðlar, það er íslenska krónan sem er greidd til launþega og er óverðtryggð, svo er það sterkasti gjaldmiðill í heimi sem er verðtryggð íslensk króna og svo aflandskrónur sem spákaupmenn fá að braska með, með því að flytja heim og fá afslátt af hjá seðlabanka vorum. Það sem íslenskur almennningur er óheppin með er að hann fær laun sín greidd í íslenskum óverðtryggðum krónum sem eru álíka gáfulegir og matador peningar. Eins og krafan hjá launþegum hefur verið nú er óskað eftir hækkun laun upp í 300.000 þús hjá þeim lægstlaunuðu. Þetta í reynd þýðir að þegar slík launahækkun er gengin í garð þá má ætla að verðbólgan éti hana upp í formi t.d. hækkun lána sem er í íslenskri verðtryggðri krónu. Þannig þegar upp er staðið þá hækka matvæli og annað þannig að ekkert er eftir fyrir hinn almenna launþega. Hvers vegna sætta menn sig við þetta bull, er það ekki heldur vonlaus staða þegar t.d. verklýðshreyfingin sem semur um launahækkanir situr svo í stjórn lífeyrissjóða sem lána í verðtryggðri krónu og fá í reynd allt þetta til baka í formi afborgana. Er þetta sanngjarnt, getum við búið í samfélagi sem býður slík kjör og um leið arðrænir fólkið i landinu af hagvexti sem það getur nýtt til að lífa sómasamlegu lífi. Er ekki kominn tími til að við metum stöðuna upp á nýtt svo fólk fái ekki hreinlega nóg af landi voru Íslandi. Hvað er það hér á landi sem heldur í fólk með síversnandi lífskjör? Veðrið?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Sævar Þór Jónsson
Höfundur starfar sem lögmaður í Reykjavík og situr í stjórnum ýmissa samtaka og fyrirtækja. Er einn af eigendum lögmannsstofunar Lögmenn Sundagörðum.
RSS straumur: RSS straumur