Þá snúum við aftur að hörmung þeirri þegar mungát var aftur leyft í landinu eftir 75 ára yndislega fjarveru. Þrátt fyrir viðvaranir vitringa og snillinga var það á einhvern óskiljanlegan hátt leyft aftur. Þjóðin, mannlífið og menningin hefur ekki borið sitt barr síðan. Ef við viljum sporna við fótum og forðast frekari hnignun þjóðlífsins (til dæmis ef […]
Stundum er sagt að reynslan sé besti kennarinn og er vitaskuld átt við að þín reynsla sé minn kennari. Það er að minnsta kosti mat snillinganna okkar, spakvitringanna, sem vita fyrir vitrun eða meðfædda gáfu — nema hvort tveggja sé — hvað okkur hinum er fyrir bestu, betur en okkur sjálfum. Fátt er göfugra og virðingarverðara en […]
Kunningi minn kom að máli við mig og sagði að þótt að hann teldi sig vita manna best hvað öðru fullorðnu og sjálfráða fólki er fyrir bestu kannaðist hann ekki við að hafa fengið vöggugjöfina góðu í fæðingargjöf. „Hvernig stendur á þessu?“ sagði hann. Á þessu er einföld skýring. Þótt vöggugjöfin sé meðfædd er ekki þar með sagt að menn […]
Skilvindan heldur áfram að snúast og greinir smátt og smátt að rjóma þessa lands og undanrennu þessa lands. Ert þú meðal hinna útvöldu sem veist fyrir meðfædda náðargáfu betur en ég sjálfur hvað mér er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé ekki nema óljós fiðringur — taktu þá prófið. Þú gætir unnið bol. […]
Fékkst þú þá einstöku náðargáfu í vöggugjöf að vita hvað öðrum, betur en þeim sálfum, er fyrir bestu? Ef þú telur að svo sé — þótt það sé jafnvel aðeins óljós, kitlandi tilfinning — taktu þá snillingsprófið. Líkurnar á að þú sért snillingur og vitringur eru talsverðar vegna þess að hlutfall slíkra virtúósa á Íslandi er með því hæsta í […]
Íslenska þjóðin er einstök fyrir það hve marga snillinga hún á. Snillinga sem fengu þá náðargáfu í vöggugjöf að vita miklu betur en ég hvað mér sjálfum er fyrir bestu. Og ekki bara mér, heldur öllum! Raunar væri nær að tala um gáfur frekar en gáfu vegna þess að vöggugjöfin samanstendur af nokkrum haganlega innpökkuðum bögglum sem innihalda […]
Ég er virkilega þakklátur öllum þeim góðu mönnum sem í gegnum tíðina hafa tekið að sér að hugsa fyrir mig. Þegar ég var ungur var svo vel hugsað fyrir mig að ég þurfti ekki að leggja það á veikburða hyggjuvitið að meta hvort mér þætti bjór góður eða vondur. Góðu mennirnir höfðu ákveðið það fyrir mig. Hann var vondur. Takk […]
Nú er Casey Kasem fallinn frá. Það var bandamönnum okkar og vinum í herstöðinni á Miðnesheiði að þakka að það var hægt að hlusta á topp 40 vinsældarlistaþátt hans í útvarpinu. Þátturinn var hugmynd Casey sjálfs og er mér ógleymanlegur. Casey hafði þýða og uppörvandi rödd og endaði þátt sinn á einkunnarorðunum: „Keep your feet on the ground and keep reaching […]
Hún er mjög falleg framtíarsýn þeirra sem vilja auka veg hjólreiða og almenningssamgangna í borginni. Hún er falleg og fín nema framkvæmdin er skrýtin. Skrýtin á þann hátt að það er eins og það eigi að þröngva borgarbúum til þess að tileinka sér hana. Hvað er annað hægt að álykta út frá hugmyndum um þrengri götur og […]
Ef Ísland á að ganga í Evrópusambandið væri eðlilegast að gera þá kröfu að sambandið innleiði íslenska kvótakerfið í sjávarútvegi. Evrópskur sjávarútvegur er, eins og landbúnaðurinn hér, á opinberu framfæri. Það tíðkaðist á öldum áður að ríki styrktu sjávarútveginn með fjárframlögum vegna þess að sjómenn voru fyrirtaks hermenn; kunnu að sigla skútum. Þetta óheilbrigða ríkisstyrkjakerfi […]