Færslur fyrir flokkinn ‘Stjórnmál og samfélag’

Föstudagur 19.08 2016 - 06:25

Rentukóngurinn – Amish áhrifin

Þegar rentukóngur hefur komið sér þægilega fyrir á markaði með vöruna sína tekur við lögmál sem kalla mætti Amish-áhrifin. Amish-áhrifin lýsa sér í því að vöruþróun hægir á sér eða stöðvar alveg, fjölbreytni minnkar, nýir aðilar geta ekki reynt fyrir sér, öldungaráð eða nefnd ákveður verð og ný lönd eru ekki numin. Það verður að taka skýrt fram […]

Föstudagur 12.08 2016 - 16:25

Rentukóngurinn – Festa über alles

Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]

Fimmtudagur 04.08 2016 - 06:11

Rentukóngurinn – Festa á hlutunum

Einn helsti styrkur rentukóngsins er að hann kemur festu á hlutina. Innanlandsflugið fyrir 1952 er gott dæmi. Þar sem áður var opinn, ógnvænlegur, spennandi og krefjandi markaður var nú komin ein föst stærð með einum sællegum rentukóngi. Sama á við um mjólkurvörumarkaðinn. Þar er svo mikil festa á hlutunum að næstum hver einasta vara í mjólkurkælinum […]

Mánudagur 27.06 2016 - 09:32

Rentukóngurinn – Skotheld rök

Stundin rann upp. Fulltrúar Flugfélags Íslands voru mættir. Á miðju borðinu stóð glæsileg súkkulaðikaka. Einhver bið var eftir Loftleiðamönnum. Björn Ólafsson, óvilhallur flugmálaráðherra allrar þjóðarinnar, gekk í salinn með brasshúðaðan kökuhníf í hendi tilbúinn að skera kökuna í réttlátar og sanngjarnar sneiðar. Loftleiðamenn hlutu að birtast á hverri stundu. Það leið og beið. Ekkert bólaði á Loftleiðamönnum. Loks […]

Föstudagur 24.06 2016 - 09:30

Glámskyggnir menn og skarpskyggnir

Michael Lewis sem svo eftirminnilega var dreginn á asnaeyrunum í Íslandsheimsókn sinni skömmu eftir hrunið er hálfgerður seppi þeirra sem sáu þetta sama hrun fyrir. Svo mikill að hann skrifaði heila bók um þá, The Bigh Short. Efniviður bókarinnar var síðar notaður í samnefnda kvikmynd sem naut mikilla vinsælda. Ef Michael Lewis hefði verið sagt í heimsókn […]

Þriðjudagur 21.06 2016 - 01:18

Rentukóngar verða til

Greiðar samgöngur er grundvallarskilyrði fyrir gjaldeyrisöflun (verðmætasköpun) á Íslandi. Við slíkar aðstæður skila vörur sér hratt og örugglega milli seljenda og kaupenda; vörur sem oft og tíðum eru nauðsynlegar í fyrirtækjarekstri — til dæmis við framleiðslu útflutningsafurða. Ennfremur kemst fólk með verðmæta sérþekkingu fljótt til fundar við viðskiptavini hvar sem er á landinu. Þegar Loftleiðir var stofnað lýðveldisárið […]

Sunnudagur 19.06 2016 - 13:09

Vöxtur og viðgangur rentukóngsins

Búvörusamningarnir sem undirritaðir voru í vetur sýna að vöxtur og viðgangur rentukóngsins er í góðu meðallagi á Íslandi. Það er einkar ánægjulegt vegna þess að rentukóngurinn er eins og lúpínan og framræsluskurðirnir, ómissandi hluti af landslaginu. Rentukóngurinn á það sameiginlegt með beitukónginum að beygjast eins. Að öðru leyti eru þeir býsna ólíkir. En þótt rentukónginn sé […]

Miðvikudagur 08.06 2016 - 01:35

Davíð að kenna

Andstæðingar Davíðs Oddssonar mega eiga það að þeir komu einni ranghugmynd á legg sem reynst hefur langlíf. Hún er sú að hann hafi nánast verið einræðisherra á Íslandi. Af því draga margir þá ályktun að fyrst hann var svona voldugur þá hljóti a) bankahrunið á Íslandi að vera honum að kenna og b) hinum vestræna heimi líka. […]

Föstudagur 03.06 2016 - 05:07

Undirlægju eða skörung?

Eins og öllum ætti að vera orðið ljóst studdi Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi fyrsta Icesave-samninginn sem hinn alóreyndi samningamaður Svavar Gestsson gerði sumarið 2009, en hann var langversti samningurinn af þeim sem gerðir voru. Með honum hefðu níðþungar byrðar verið lagðar á Íslendinga, ekki síst vegna vondra vaxtakjara á „láni“ sem Bretar og Hollendingar tóku upp […]

Miðvikudagur 01.06 2016 - 02:55

Enginn hlustar á mig

Hver kannast ekki við að hafa verið í þeim sporum að hafa varað sterklega við einhverju en enginn hlustað? Þú ert ekki einn. Þú ert í góðum félagsskap Kassöndru hinnar grísku sem sá framtíðina fyrir en enginn lagði trúnað á forspár hennar eða viðvaranir. Og þú ert í góðum félagsskap Davíðs Oddssonar sem varaði margoft við útþenslu […]

Höfundur

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
sögumaður. Sagði söguna af Alfreð Elíassyni og Loftleiðum í samnefndri heimildarmynd og Árna Sam. í SAM-bíóunum í bókinni Á fullu í 40 ár.
RSS straumur: RSS straumur