Saga innanlandsflugsins í Bandaríkjunum er ljómandi góð dæmisaga um muninn á höftum og frelsi. Loftflutningastofa Bandaríkjanna (CAB) var sett á laggirnar með lögum 1938. Í kjölfarið hóf stofan að setja reglur um farmiðaverð, flugrútur og annað. Frá 1939 til 1978 þurftu flugfélög í Bandaríkjunum að sitja og standa eftir dyntum stjórnenda stofnunarinnar. Á tímabilinu var engum nýjum flugfélögum […]
Fljótlega eftir að bíllinn nam land á Íslandi fyrir alvöru 1913 voru sett „Lög um notkun bifreiða“. Í fyrstu var eitt almennt ökupróf. Um 1920 bættist meirapróf við. Þeir sem stóðust meirapróf gátu hafið útgerð leigubíla. (Alfreð Elíasson stofnandi og forstjóri Loftleiða var einn þeirra manna sem það gerði svo dæmi sé tekið). Þannig var það fram […]
Einhvers misskilnings virðist gæta um merkingu orðsins „hagsmunaaðili“ á Íslandi. Í frétt í Morgunblaðinu í lok september sl. um fjölgun leigubílaleyfa sagði: „Í kjölfar umsagna áttu sérfræðingar ráðuneytisins fundi með hagsmunaaðilum, m.a. fulltrúa Frama, og ráðherra hitti fulltrúa leigubifreiðarstjóra frá öllum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu.“ Misskilningurinn felst í því að telja „hagsmunaaðila“ vera eingöngu þann sem veitir […]
Bæjarstjórn Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu samþykkti um daginn að ráðast í tilraunaverkefni sem gengur út á að niðurgreiða ferðir aldraðra og öryrkja með skutlþjónustunni Über. Lónsströnd mun vera fyrsta bæjarfélagið í Bandaríkjunum sem það gerir. Þetta mun vera fyrsta slíka verkefnið sem Über tekur þátt í. Samkomulagið gerir ráð fyrir að öryrkjar og 55 ára og eldri […]
Einn góðan veðurdag í Concord-borg í New Hampshire hóf ungur maður, Michael Fisher að nafni, að snyrta neglur í leyfisleysi á túninu fyrir framan Hárklippinga-, snyrtifræða- og fegurðarmálastofu ríkisins. Þetta var í fyrsta sinn sem Michael snyrti neglurnar á öðrum en sjálfum sér. Aðspurður af fréttamanni sem var á staðnum um hversvegna hann ákvað að byrja […]
Tim Kleiser aðstoðarvarðstjóri í lögreglu Lónsstrandarbæjar í Kaliforníu benti á það í viðtali við bæjarblaðið sl. helgi að svo virtist sem skutl með einkabílum á vegum Uber og Lyft drægi úr ölvunarakstri — að tilfellum hefði fækkað um 21% milli ára. „Uber og Lyft er svo aðgengilegur ferðamáti að drukkið fólk freistast síður til að setjast undir stýri,“ sagði hann. Þessi […]
Ein tegund rentukóngs er sú sem á fasteignir miðsvæðis. Slíkir rentukóngar geta í krafti þeirra forréttinda verðlagt afnotin sér í vil. Ósjaldan hafa þeir fengið konungdæmið í arf frá foreldrum sínum. Donald Trump forseti Bandaríkjanna er slíkur erfðaprins. Manhattan-eyja, þar sem rætur viðskiptaveldis hans eru, er svæði sem afmarkast af náttúrulegum ástæðum (er tæpir 60 ferkílómetrar með um 850 þúsund fasteignum). […]
Maður sem býr í útlöndum heimsótti Ísland nýlega. Hann var staddur í boði í heimahúsi síðla kvölds þegar einn gestanna bjóst til brottfarar og símaði á leigubíl. „Ég ætla að panta leigubíl í Flyðrufold 70, takk,“ sagði gesturinn. Maðurinn veitti þessu athygli og fannst hann vera horfinn á vit fyrri tíðar. Ástæðan fyrir því að honum þótti þetta […]
Þegar rentukóngur hefur komið sér þægilega fyrir á markaði með vöruna sína tekur við lögmál sem kalla mætti Amish-áhrifin. Amish-áhrifin lýsa sér í því að vöruþróun hægir á sér eða stöðvar alveg, fjölbreytni minnkar, nýir aðilar geta ekki reynt fyrir sér, öldungaráð eða nefnd ákveður verð og ný lönd eru ekki numin. Það verður að taka skýrt fram […]
Spurt er: Hefði Über getað orðið til á Íslandi? Svarið er nei, næstum örugglega ekki. Það er vegna þess að festan sem rentukóngurinn er svo duglegur að koma á hlutina er svo alltumlykjandi að nýjar hugmyndir fæðast ekki. Og þótt þær fæddust þá væri engin aðstaða til að þróa þær. Nú eru Íslendingar yfirleitt þjóða fyrstir að […]