Mánudagur 02.07.2012 - 12:03 - FB ummæli ()

Met í aukningu kaupmáttar

Gylfi Zoega hagfræðiprófessor sagði um daginn að kreppan væri búin og góðæri hafið. Hagvöxtur væri hér einn sá mesti sem mældist á Vesturlöndum og atvinnuleysi væri minnkandi. Menn eru enn að melta þetta.

Þetta kom reyndar líka fram í skýrslu sem ég og Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur birtum í apríl síðastliðnum (Áhrif hrunsins á lífskjör þjóðarinnar). Þar sýndum við margar vísbendingar um að Ísland hefði náð botni samdráttarins um mitt ár 2010 og uppsveifla hafist á seinni hluta ársins, fyrst rólega en síðan með mjög vaxandi hraða á árinu 2011. Áfram heldur uppsveiflan á þessu ári.

Þetta er auðvitað mjög uppörvandi fyrir Íslendinga, ekki síst vegna þess að margar aðrar þjóðir sem lentu illa í fjármálakreppunni eru enn við botninn eða jafnvel enn á leiðinni niður, t.d. Grikkir, Portúgalir, Írar og Spánverjar.

Hér eru nýjustu tölur Hagstofunnar um kaupmáttaraukningu launavísitölunnar. Tölurnar eru 12 mánaða hækkun kaupmáttarins frá maí til maí, fyrir tímabilið frá 1990 til 2012.

Það er sérstaklega athyglisvert að kaupmáttaraukningin síðustu 12 mánuðina er meiri en verið hefur nokkurt ár síðan 1998, þ.e. kaupmáttaraukningin nú er sú mesta sem verið hefur sl. 14 ár.

Það er einungis eitt ár síðan 1990 sem var með meiri kaupmáttaraukningu en síðasta árið, þ.e. árið 1998 (5,6% á móti 5,3% núna). Á “góðærisárinu 2007” var meira að segja ívið minni kaupmáttaraukning, þó litlu muni.

Þetta er auðvitað gott, þó það þýði ekki að kreppan sé að fullu að baki. Við erum enn að glíma við afleiðingar mistaka sem gerð voru fyrir hrun, ekki síst hina gríðarlega skuldasöfnun sem varð hér í kjölfar einkavæðingar bankanna og í stjórnleysi bóluhagkerfisins eftir aldamót.

Sú arfleifð mun því miður fylgja okkur inn í framtíðina en þar eru sem betur fer líka að koma fram merki um árangur. Við komum betur að því síðar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag · Viðskipti og fjármál

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar