Laugardagur 03.11.2012 - 16:55 - FB ummæli ()

Stétt með stétt – í kvótakerfinu

Það var í senn óvenjulegt og óviðeigandi þegar sjómenn mættu á fund LÍÚ á Austurvelli í sumar til að styðja baráttu útvegsgreifa gegn nýja auðlindargjaldinu, sem rennur til þjóðarinnar.

Með veiðileyfagjaldinu nýtur þjóðin loks eignarhalds síns á fiskinum í sjónum. Þar með fást peningar til sameiginlegra verkefna þjóðarinnar. Þetta vildi þjóðin tryggja í atkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána um daginn.

Við vitum nú þegar í hvað gjaldið á að renna á næsta ári: samgöngubætur, þróunaráætlanir landshlutanna og í nýsköpun (skv. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar).

Auðlindargjaldið er gott fyrir alla Íslendinga. Líka fyrir sjómenn – og landsbyggðina.

Svona gjaldtaka er sérstaklega mikilvæg og réttlát eftir gengishrun, sem hefur fært útvegsmönnum gríðarlegan gróða – en heimilunum meira en 20% rýrnun ráðstöfunartekna og aukna skuldabyrði.

En sjómenn lögðust í duftið fyrir atvinnurekendum og mættu í mótmælin til að styðja kröfu þeirra.

Á myndinni hér að neðan má sjá hversu forsjáll Halldór Bragason teiknari var er hann lýsti upplifun sinni af hlutverki sjómanna í mótmælunum:

Nú fáum mánuðum síðar eru útvegsmenn komir til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þeir krefjast 15% kauplækkunar hjá sjómönnum, vegna auðlindargjaldsins.

Samt er metgróði í sjávarútvegi þessi árin. Afkoma hefur t.d. aldrei í sögunni verið betri hjá Samherja. Eigendur geta tekið milljarða til sín út úr greininni. Þó segjast þeir ekki geta greitt þjóðinni fyrir afnot af auðlindinni og vilja launalækkun hjá sjómönnum.

Það er raunar ótrúlegt hversu langt útvegsmenn ganga.

En þetta er stéttasamstaðan í hnotskurn!

Nú tala forystumenn sjómanna um svik útvegsmanna og hnífsstungur í bakið. Eru hissa á að útvegsmenn vilji lækka kaupið. Í þessu sjá þeir hins vegar hvert hlutverk þeirra var á Austurvelli í sumar.

Sjómenn voru verkfæri útvegsmanna í ósvífinni hagsmunabaráttu þeirra. Sjómönnum var beitt gegn þjóðinni svo útvegsmenn gætu grætt enn meira (sjá hér).

Útvegsmenn munu þó ekki græða á kauplækkun sjómanna, því það mun einungis hækka auðlindargjaldið. En útvegsmönnum er alveg sama um það. Þeir eru einfaldlega (eins og áður) að beita sjómönnum fyrir vagn sinn, gegn ríkisstjórninni. Fórna kjörum sjómanna til að berja á ríkisstjórninni – sem er að þjóna hagsmunum þjóðarinnar.

Betra hefði verið fyrir sjómenn að styðja hina heilbrigðu kröfu stjórnvalda um að þjóðin fái eðlilega rentu af auðlindinni, í stað þess að hún renni óskipt í útbólgna vasa útvegsmanna.

Skyldu sjómenn læra eitthvað af þessari reynslu?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar