Mánudagur 12.11.2012 - 11:04 - FB ummæli ()

Ragnheiður Ríkharðsdóttir sigrar í Kraganum

Menn hafa sagt ýmislegt um úrslit prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Kraganum um helgina.

Fróðlegt var að sjá hversu dræm kosningaþátttakan var í þessu kjördæmi, sem lengi hefur verið sterkt vígi Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðismenn sögðu að 50% þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslunni um nýju stjórnarskrána væri lítil þátttaka og vildu hafna niðurstöðunni á þeirri forsendu. Nú þurfa þeir að sætta sig við 34% á eigin vettvangi!

Hvað útkomu einstakra frambjóðenda varðar fannst mér athyglisverðast hversu góða kosningu Ragnheiður Ríkharðsdóttir hlaut. Hún var með hæst hlutfall greiddra atkvæða í eitthvert sæti á listanum – og endaði í öðru sæti á eftir formanninum. Hún hafði þannig víðtækastan stuðning frambjóðendanna.

Þetta er sérstaklega athyglisvert vegna þess að Ragnheiður hefur verið jákvæð gagnvart því að þjóðin klári aðildarviðræður við ESB og sjái svart á hvítu hvaða hag við gætum haft af aðild. Ráðandi öfl í flokknum hafa hins vegar viljað draga umsóknina til baka án niðurstöðu og loka þar með á annan af tveimur helstu valkostum þjóðarinnar í gjaldmiðilsmálum.

Ragnheiður hefur að sumu leyti verið hófsamari og skynsamari í afstöðu en frjálshyggjuöflin í flokknum. Hún er nær miðjunni.

Mér segir svo hugur að ef Sjálfstæðisflokkurinn allur væri meira eins og Ragnheiður og minna eins og Hannes Hólmsteinn og Davíð Oddsson þá gengi flokknum almennt betur.

Þjóðinni myndi líka stafa minni hætta af Sjálfstæðisflokknum þannig skipuðum en reyndist vera á árunum fram að hruni, þegar hann gerðist handbendi fjárplógsmanna og braskara sem settu þjóðina á hausinn.

Kanski boðar góð kosning Ragnheiðar Ríkharðsdóttur hófsamari afstöðu í Sjálfstæðisflokknum á komandi misserum.

Það væri betra fyrir þjóðina – en verra fyrir auðmennina í flokknum.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar