Fimmtudagur 10.01.2013 - 20:59 - FB ummæli ()

Fátæk börn í ríkum löndum

Það er að mörgu leyti dapurlegt að í ríku löndum heimsins skuli enn vera umtalsverður hluti barna sem býr við fátækt.

Það er enn dapurlegra að fátækum börnum hefur fjölgað í sumum ríku löndunum eftir um 1980 (sjá hér). Sú fjölgun virðist tengjast stefnubreytingu hjá mörgum vestrænum stjórnvöldum, einkum þeim sem færðu sig í átt til aukinnar frjálshyggju.

Þannig jókst fátækt verulega í Bretlandi á tíma frjálshyggjuleiðtogans Margrétar Thatcher (sjá hér). Einnig í Bandaríkjunum á tíma Reagans.

Þetta gildir þó ekki um öll OECD-ríkin, til dæmis norrænu velferðarríkin og sum ríkin á meginlandi Evrópu. Í núverandi kreppu bætist sums staðar enn í fátæktina.

Þetta er dapurlegt vegna þess að hagsælu ríkin hafa full efni á því að lyfta öllum barnafjölskyldum upp fyrir fátæktarmörk, þrátt fyrir kreppuna. Þetta er einfaldlega spurning um breytta skiptingu þjóðarkökunnar. Spurning um stefnu.

En hversu mikil var fátækt barna í OECD-ríkjunum árið 2007? Það má sjá á myndinni hér að neðan.

Umfang barnafátæktar (% barna í viðkomandi landi sem búa í fjölskyldu með minna en 50% af miðtekjum á mann), árið 2007. (Heimild: OECD relative poverty rates).

 

Hér er sérstaklega athyglisvert að norrænu löndin raða sér í efstu sætin, með minnsta fátækt meðal barna, ásamt Slóveníu. Skammt undan eru svo Austurríki, Ungverjaland, Þýskaland, Tékkland og Frakkland.

Ísland var fyrir hrun í hópi þeirra þjóða sem minnsta barnafátækt höfðu (svipað og í Svíþjóð en meira en í Danmörku, Finnlandi og Noregi). Þessi staða hefur haldist í gegnum kreppuna, vegna þess að lægstu tekjuhópum var hlíft að hluta, þó svo að fjárhagsþrengingar allra heimila hafi aukist við hrunið. Á þessu ári verða barnabætur hækkaðar mikið og ætti það að draga úr þrengingum barnafjölskyldna hér á landi. Það var tímabær aðgerð.

Ríkustu þjóðir eins og Svisslendingar, Hollendingar, Lúxemborgarar og Bandaríkjamenn eru ekki í hópi þeirra þjóða sem minnsta barnafátækt hafa.

Raunar eru Bandaríkin með afar mikla sérstöðu, því þau eru með fjórðu mestu barnafátæktina, þrátt fyrir mikla hagsæld þjóðarinnar. Rúmlega eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum býr í fjölskyldu sem er með tekjur undir fátæktarmörkum árið 2007.

Þarna eru Bandaríkin í hópi með þjóðum sem eru sannarlega fátækar. Það eru þjóðir eins og Mexíkóar, Chílebúar, Tyrkir og Portúgalir.

Lágt hagsældarstig þessara fátæku þjóða gæti verið afsökun fyrir þær, en Bandaríkjamenn geta ekki sagt það sama. Þeir eru í hópi hinna hagsælustu þjóða Vesturlanda. Í nýliðnum forsetakosningum þar í landi voru fátæktarmál ekki á dagskrá. Skattalækkanir til auðmanna voru hins vegar mikið ræddar!

Bandaríkjamenn virðist skorta vilja til að draga úr fátækt barna, eða þá að þeir fara ranga leið að því marki.

Árangurinn lætur að minnsta kosti á sér standa.

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar