Miðvikudagur 06.02.2013 - 21:39 - FB ummæli ()

Ég er hræsnari, heimskingi og dóni!

Þegar ég skrifa um tekjuskiptingu, skattamála, lífskjör, fátækt og hrunið, þá fæ ég alltaf sömu viðbrögð frá frjálshyggjumönnum. Jafnvel þó frjálshyggja komi ekkert við sögu!

Viðbrögðum þeirra má skipta í eftirfarandi flokka:

  • Persónulegar árásir, byggðar á ósannindum og níði (sjá t.d. síðustu 120-130 greinar Hannesar Hólmsteins um mig og verk mín. Einnig tíð skrif hér og ýmis skrif á amx.is, sem er sérstakur ófrægingavefur Hannesar og félaga, þar sem þeim þykir þægilegt að ráðast á fólk í skjóli nafnleyndar).
  • Ásakanir um reiknivillur og heimsku (t.d. þegar Árni Matthiesen fjármálaráðherra sakaði mig um að kunna ekki að reikna skattbyrði; samt hafði ég ekkert reiknað þá, heldur bara birt skotheldar opinberar tölur frá OECD og Hagstofunni um raunverulega skattbyrði á Íslandi).
  • Ásakanir um meintar rangfærslur mínar. Þær ásakanir eru þó nær allar rangar, afbakanir eða beinlínis út í hött. Dæmi um þetta eru hér og hér og hér, en í þessum tilvikum fara skrifararnir (frjálshyggjumennirnir Hannes Hólmsteinn og Birgir Runólfsson) með grundvallarvillur um útreikninga á raunverulegri skattbyrði. Þeir virðast ekki skilja eðli gagna ríkisskattstjóra um þetta efni né útreikninga okkar á raunverulegri skattbyrði – eða þá að þeir fara vísvitandi rangt með.
  • Ásakanir um dónaskap fyrir að gagnrýna Sjálfstæðisflokkinn og frjálshyggjuna, sem væntanlega eiga að vera yfir gagnrýni hafin – þrátt fyrir að hafa fært okkur hrunið (sjá t.d. hér).

Sameiginlegur þráður í viðbrögðum þessara frjálshyggjumanna er yfirleitt sá, að þeir virðast öðru fremur vilja fegra stjórnartíma Davíðs Oddssonar, jafnvel með blekkingum. Þeir virðast vilja fela hversu mikið tekjur hátekjufólks hækkuðu umfram alla aðra á árunum fram að hruni og hvernig hátekjufólk og stóreignafólk naut hér óvenju mikilla skattfríðinda, um leið og skattbyrði lágtekjufólks jókst.

Þá virðast þeir einnig vera í hagsmunabaráttu fyrir hátekju- og stóreignafólk (sjá t.d. hér, hér, og hér og hér).

Frjálshyggjumenn hika ekki við að bera á borð ósannindi, afbakanir og óhróður til að ná markmiðum sínum.

Ég hef hins vegar aldrei látið svona skrif áróðursmanna hafa áhrif á verk mín. Held bara mínu striki.

Ég vil að lokum benda lesendum á nýlega grein eftir mig og hagfræðinginn Arnald Sölva Kristjánsson um þróun tekjuskiptingarinnar og skattbyrðarinnar frá 1992 til 2010 (sjá hér). Arnaldur Sölvi er fróðastur Íslendinga um aðferðafræði tekjuskiptingarrannsókna og hefur hann verið í samstarfi við heimsfræga sérfræðinga á því sviði, t.d. Peter Lambert og sérfræðinga Luxembourg Incomes Study (LIS).

Þessi grein okkar Arnaldar Sölva er ítarleg empirísk úttekt og greining á þróun þessara mála á Íslandi, sem byggð er á þeirri aðferðafræði sem tíðkast hjá alþjóðlegum stofnunum, eins og OECD og Luxembourg Incomes Study og helstu erlendu fræðimönnum á sviðinu.

Þeir sem vilja fá staðreyndirnar á hreint ættu að skoða þessa grein vandlega.

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar