Sunnudagur 10.02.2013 - 16:51 - FB ummæli ()

Hannes Hólmsteinn delerar um Icesave

Hannes Hólmsteinn skrifar upphrópanir á Pressunni í gær um nýlegan pistil minn sem fjallaði um það, hverjir færðu íslensku þjóðinni Icesave og dýrustu lausnina (sjá hér).

Hólmsteinn vill meina að ég skrifi þar um samning sem ekki hafi verið til og birt línurit sem ekki hafi komið frá fjármálaráðuneytinu.

Þetta er mjög hlægilegt!

Í pistli mínum kom fram að dýrasta leiðin hafi verið dregin upp í plöggum sem gerð voru í nóvember og desember 2008, í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde. Bjarni Benediktsson mælti fyrir framgangi málsins á Alþingi í desember. Ljóst var að ekki var um frágenginn samning að ræða og vísaði ég beint í ýmis plögg um málið.

Það er því ekkert nýtt hjá Hólmsteini um þetta.

Í öðru lagi telur hann sig vera með mikla uppljóstrun um að myndin sem ég birti hafi ekki komið frá fjármálaráðuneytinu. Hún hafi ekki verið til.

Hins vegar segir hann sjálfur að tölurnar á myndinni hafi að vísu verið reiknaðar í fjármálaráðuneytinu. Svo var mér líka sagt!

Þannig var það einmitt. Ég teiknaði myndina sjálfur með tölum frá ráðuneytinu. Tölurnar um kostnaðinn af gjaldþroti Seðlabankans komu þaðan líka.

Hver er þá glæpurinn? Enginn.

Skilaboðin eru hins vegar þau, að pistill minn var óþægilegur fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í honum stendur allt óhaggað.

Hvet alla til að lesa hann hér – nema þið hafið þegar lesið hann…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar