Mánudagur 11.02.2013 - 18:58 - FB ummæli ()

Ný bók: Þróun velferðarinnar frá 1988 til 2008

Nýlega kom út bókin Þróun velferðarinnar 1988-2008. Bókin fjallar um framvindu helstu sviða velferðarmála á Íslandi á tímabilinu.

Bókin er afrakstur viðamikils norræns rannsóknarverkefnis sem hópur íslenskra fræðimanna tók þátt í. Markmiðið var að meta árangur norrænu velferðarríkjanna í breyttu þjóðfélagsumhverfi samtímans.

Þessi bók beinir sjónum að Íslandi sérstaklega og spyr hvernig hinir ýmsu þættir velferðarmálanna hafa þróast á tveimur áratugum, frá gerð fyrstu norrænu lífskjarakönnunarinnar á Íslandi árið 1988 til hruns fjármálakerfisins haustið 2008.

Fjallað er um heildarmat lífskjara um 1988 og í lok tímabilsins, í samanburði við hinar norrænu þjóðirnar, þróunina á einstökum sviðum velferðarkerfisins, þjónustu og tekjutilfærslur, skipulagsbreytingar og árangur.

Guðný Björk Eydal og Stefán Ólafsson stjórnuðu verkefninu og ritstýra bókinni. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gefur út. Verkefnið var styrkt af RANNÍS og NordForsk (NCoE – REASSESS). Bókin er 365 bls. að stærð og fæst í Bóksölu stúdenta og öðrum helstu bókaverslunum.

Bókin samanstendur af 17 köflum eftir 16 höfunda, sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Eftirfarandi er efnisyfirlit bókarinnar:

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar