Föstudagur 12.04.2013 - 14:58 - FB ummæli ()

Framsókn er vandinn – ekki Bjarni Ben.

Það er mikið fát á Sjálfstæðismönnum núna á lokaspretti kosningabaráttunnar.

Undirróðursmenn í flokknum létu gera könnun til að þröngva Bjarna Benediktssyni til að segja af sér formennsku.

Forsenda þessa alls er sú tilgáta, að slakt gengi Sjálfstæðisflokks í könnunum sé vegna vantrausts á formanninum. En þá gleyma menn því að Bjarni var formaður í desember og janúar þegar fylgi flokksins var vel yfir 30%.

Gerðist eitthvað nýtt í málum Bjarna Ben. í febrúar og mars sem varð til þess að traustið á honum gufaði upp?  Nei! Það sem er nýtt er allt annað.

Það nýja er að Framsókn fékk vind í seglin með Icesave-dómnum og vænlegum kosningaloforðum, sem urðu trúverðug vegna staðfestu Framsóknar í skuldamálum heimilanna á kjörtímabilinu.

Hitt nýmælið var landsfundur Sjálfstæðisflokks þar sem mótuð var kosningastefnan. Er þá eitthvað að stefnu Sjálfstæðisflokksins?

Jú, það er mikið að henni. Þeir komu fram eftir landsfundinn, sem var stórlega misheppnaður, með loforð sem flestir landsmenn sjá í gegnum.

Þeir lofa miklum skattalækkunum en segja jafnframt að skattalækkanirnar muni auka tekjur ríkissjóðs stórlega! Með slíkum vúdú-brellum segjast þeir svo ætla að gera ýmsa góða hluti!

Almenningur sér að þetta gengur ekki upp og að skattalækkanirnar eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir hátekjufólk. Skattalækkanirnar munu svo leiða til mikils niðurskurðar á velferðarkerfinu. En fólk vill ekki meiri niðurskurð í heilbrigðisþjónustu og skólum.

Afleikur í Evrópusambandsmálinu á landsfundinum bætti svo um betur. Ætli undirróðursmennirnir sjálfir hafi ekki átt sinn þátt í því að landsfundurinn misheppnaðist?

Hanna Birna Kristjánsdóttir er með sömu stefnuna og hún stendur fyrir sömu frjálshyggju-pólitíkina og Bjarni. Hún breytir því engu um stefnu flokksins.

Það er því slæm stefna Sjálfstæðisflokksins og aðlaðandi stefna Framsóknar sem einkum skýrir fylgistap Sjálfstæðisflokksins, en ekki persóna Bjarna Benediktssonar.

Bjarni er bakarinn sem hengdur verður fyrir smiðinn – ef undirróðursmenn innan flokksins ná markmiði sínu.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar