Föstudagur 19.04.2013 - 16:28 - FB ummæli ()

Farsæld Sjálfstæðismanna

Bjarni Benediktsson var í viðtali í Fréttatímanum í dag. Segir þar sitthvað upplýsandi, fólki til viðvörunar.

Bjarni Benediktsson segir: „Ef okkur tekst að nýta þá erfiðu atburði sem hér gerðust til þess að gera góða stefnu enn betri þá er þetta ekki bara sami flokkurinn. Þetta er betri flokkur en hann var.“

Ég spyr: Var þetta þá góð stefna Sjálfstæðisflokksins fram að hruni?
Eigum við sem sagt vona á meiru af sömu „góðu stefnunni“: ójöfnuði, vafningum og skuldsetta braskinu sem setti þjóðina á hausinn? En núna kanski með hóflegum hraðahindrunum?

Bjarni segir einnig Davíð Oddsson hafa verið „…farsælasta forsætisráðherra seinni tíma“.

Davíð Oddsson stýrði Íslandi inn í stærsta bóluhagkerfi sögunnar og stærsta og dýrasta hrun sögunnar! Gerði svo Seðlabankann gjaldþrota.

Hvernig getur það talist vera farsæld?

Í gær var Bjarni á beinni línu hjá DV. Þar sagði hann að það væri ekki forgangsmál að hækka persónuafsláttinn, heldur að lækka skattprósentuna.

Það þýðir að tekjuskattslækkunin sem Sjálfstæðisflokkurinn boðar er fyrst og fremst fyrir hátekjufólk.

Svo var Bjarni einnig að lýsa miklum áhyggjum sínum af skertum tekjum hátekjufólks, sem fyrir hrun höfðu hækkað tekjur sínar margfalt á við meðaltekjufólk. Margfalt!

Farsæld Sjálfstæðisflokksins virðist samkvæmt þessu fyrst og fremst vera fyrir braskara og hátekjufólk.

 

Síðasti pistill: NÝSKÖPUNARMAÐUR Í FRAMSÓKN

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar