Laugardagur 20.04.2013 - 11:14 - FB ummæli ()

Atvinnuleysi – Ísland og Írland samanborin

Ríkisstjórnin hefur náð ótrúlega góðum árangri á sumum sviðum endurreisnarinnar.

Dæmi um það er baráttan gegn atvinnuleysinu.

Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig atvinnueysið þróaðist á Íslandi í samanburði við Írland, sem lenti illa í fjármálakreppunni eins og Ísland.

Atvinnuleysi-Ira-og-Íslendinga-2008-13

Atvinnuleysið á Íslandi varð aldrei nærri jafn mikið og á Írlandi, þó hrunið hér hafi verið heldur stærra en írska hrunið.

Írar fóru hæst í 15% og hefur þeim enn ekki tekist að komast niður fyrir 14%. Horfurnar þar eru ekki góðar fyrir þetta ár.

Hér fór atvinnuleysið hæst í 8%, skv. mánaðarlegri mælingu Eurostat (með árstíðaleiðréttingu), og hefur það lækkað jafnt og þétt frá ársbyrjun 2011. Nú í febrúar 2013 var atvinnuleysið á Íslandi komið niður í tæp 5% og í mars enn neðar.

Örvunaraðgerðir og ýmis átaksverkefni hafa skilað miklum árangri hér. Liðsstyrkur, nýjasta átakið, skilar væntanlega enn betri árangri á næstu mánuðum.

Þetta er auðvitað mikill árangur hjá stjórnvöldum. Þau eiga að njóta sannmælis fyrir það.

 

 

Síðasti pistill: Farsæld Sjálfstæðismanna

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar