Föstudagur 19.04.2013 - 11:03 - FB ummæli ()

Nýsköpunarmaður í Framsókn

Frosti Sigurjónsson er einn athyglisverðasti nýi frambjóðandin í kosningunum. Hann er í fyrsta sæti hjá Framsókn í Reykjavík norður.

Frosti hefur átt athyglisverðan feril í nýsköpun. Hann hefur verið virkur í upplýsingatæknifyrirtækjum ýmsum og meðal annars stofnaði hann ferðaleitarvefinn DOHOP, sem er frábær vefur fyrir þá sem bóka sjálfir sín flug og hótel. Þar fá menn ódýrustu flugin og góð hóteltilboð.

Frosti var virkur í baráttunni gegn Icesave og hefur nú lagt áherslu á skuldaniðurfellingu til heimilanna, sem er eitt af höfuðmálum Framsóknar í þessum kosningum. Hann er greinilega mjög leitandi maður og talar fyrir róttækum umbótum á fjármálakerfinu.

Það er mikill fengur að því að fá slíkan nýsköpunarmann inn í stjórnmálin á Ísland. Hann væri t.d. góður kostur í stól ráðherra atvinnu- og nýsköpunarmála.

Svo er Frosti liðtækur á gítar. Það gefur marga punkta í minni einkunnabók!

 

 

 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar