Laugardagur 04.05.2013 - 12:46 - FB ummæli ()

Þorsteinn Pálsson gegn leið Framsóknar

Í grein sinni í Fréttablaðinu í dag finnur Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hugmyndum Framsóknar um skuldaleiðréttingu  heimila flest til foráttu. Hann segir eftirfarandi:

„Ný ríkisstjórn verður að svara hvort eigi að setja í forgang: Kröfuna um aukið eigið fé bankanna til að verja almannahagsmuni eða óskirnar um að nota stöðuna til að endurgreiða verðbólgu liðinna ára.“

Svona eru Sjálfstæðismenn. Ef þeir verða ráðandi í ríkisstjórn verður það fé sem kann að koma til ráðstöfunar vegna uppgjörs þrotabúa bankanna notað í þágu fjármálaafla og atvinnulífsins – ekki í þágu heimilanna.

Þorsteinn er stjórnarformaður í banka og vill að því er virðist leggja mesta áherslu á bættan hag bankanna – og einnig á þjóðarsátt um „gríðarlegt aðhald á öllum sviðum“.

Kjarabætur til almennra heimila eru augljóslega neðstar á lista Þorsteins.

Lánastabbinn stæði áfram óskertur og heimilin yrðu áfram blóðmjólkuð, ef Þorsteinn mætti ráða!

Áhersla Framsóknarflokksins á hagsmuni og forgang heimilanna er afar mikilvæg í þessu samhengi.

Vonandi tekst þeim að mynda ríkisstjórn um stefnu sína.

 

Síðasti pistill: Miðjan og pólitíska landslagið

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar