Miðvikudagur 15.05.2013 - 22:01 - FB ummæli ()

OECD um ójöfnuð – Ísland í sérstöðu

OECD samtökin voru að senda frá sér nýja greiningu á þróun ójafnaðar fyrir og eftir kreppu í aðildarríkjunum (meira hér).

Þeir staðfesta margt sem ég og samstarfsmaður minn, Arnaldur Sölvi Kristjánsson hagfræðingur, höfum áður sýnt varðandi þróunina á Íslandi, fyrir og eftir hrun.

Þeir birta líka athyglisverðar upplýsingar um hvernig kreppan lagðist misjafnlega á ólíka þjóðfélagshópa í aðildarríkjunum. Þær upplýsingar sýna að Ísland er í sérstöðu og fór aðra leið í kreppuviðbrögðum en flestar kreppuþjóðir. Hér var lágtekjufólki hlíft.

Ójöfnuðurinn jókst óvenju mikið á Íslandi á áratugnum fram að hruni, samanborðið við OECD-ríkin almennt. Samt vantar í tölur OECD stóran hluta fjármagnstekna sem renna fyrst og fremst til allra hæstu tekjuhópanna (mat þeirra á ójöfnuði hér er því mjög hóflegt, raunar vanmat – en mynstrið er rétt).

Síðan snérist þróunin við á Íslandi eftir hrun og úr ójöfnuði dró hratt á ný.

Í flestum kreppuhrjáðum ríkjum jókst ójöfnuður eftir hrun, en ekki á Íslandi. Ísland er því undantekning í hópi helstu kreppuríkjanna.

  • Víðast lagðist kreppan með mestum þunga á lágtekjufólk, en ekki á Íslandi. Samt var kreppan hér dýpri en annars staðar.
  • Mest kjaraskerðing lagðist á lágtekjufólk í helstu kreppulöndum, eins og Grikklandi, Írlandi, Spáni, Ungverjalandi, Eistlandi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkjunum.  Á Íslandi lagðist hlutfallslega meiri þungi af kreppunni á tekjuhærri hópana.
  • Samkvæmt þeim mælingum sem OECD notar til að meta fátækt (afstæð fátækt) þá dró heldur úr fátækt á Íslandi eftir hrun, en í flestum ríkjum jókst fátækt. Það þýðir að tekjur lágtekjufólks minnkuðu minna en tekjur miðhópa á Íslandi. Hér tókst sem sagt að milda áhrif kreppunnar á fólk í lægri tekjuhópum umfram hærri tekjuhópa. Þarna staðfestir OECD það sem var niðurstaða okkar Arnaldar Sölva fyrir ári síðan.
  • Í OECD-ríkjunum fækkaði eldri borgurum undir fátæktarmörkum að jafnaði úr 15% í um 12%, en á Íslandi fækkaði þeim mun meira.

Ósannindamenn frjálshyggjunnar, t. d. Hannes Hólmsteinn og Birgir Þór Runólfsson, höfnuðu því að ójöfnuður hefði aukist á áratugnum fram að hruni. Þeir gerðu líka lítið úr því að jöfnuður hefði aukist á ný eftir hrun. Þeim fannst það ómerkilegt að lágtekjufólki hefði verið hlíft við kreppunni hér á landi og reyndu að afbaka staðreyndirnar með vúdú-hagfræði sinni.

Þess vegna er ágætt að fá skýrar niðurstöður frá OECD.

Sjá gögn OECD hér.

Sjá ítarlegri og fyllri niðurstöður hér og hér.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar