Sunnudagur 02.06.2013 - 14:56 - FB ummæli ()

Mogginn er stærsta dagblaðið!

Um daginn var Mogganum dreift ókeypis í öll hús, í tvöföldu umbroti. Eins og þar væri mikið dagblað á ferð.

Þetta var eins konar auglýsing fyrir Moggann og N1 (sem greiddi nær allar auglýsingar í blaðinu þennan dag).

Talsmenn Moggans sögðu sigri hrósandi að nú væri Mogginn aftur orðinn “stærsta blað þjóðarinnar” – í einn dag! Það var húmor í því.

Mér fannst reyndar forvitnilegt að kíkja aftur í Moggann eftir nokkurn tíma – en það entist bara í svona fimm mínútur. Þetta var allt eins og áður, nema bara í stærra broti.

Staksteinn var að níða Steingrím J. Sigfússon og leiðarahöfundur að fjargviðrast yfir “aðlögun að ESB”. Svo var þarna frétt um áhyggjur af minnkandi hagnaði Íslandsbanka, eins og manni komi það við…

Það helsta sem var áhugavert í blaðinu var grein eftir Atla Harðarson skólamann, um menntun og brottfall úr framhaldsskólum. En þessi grein hafði þegar birst á netinu í síðustu viku og var því ekki ný.

Þessi “stóri Moggi” var 24 blaðsíður, ígildi 48 blaðsíðna í venjulegu umbroti. Fréttablaðið var hins vegar 68 blaðsíður sama dag. Mun stærra – þrátt fyrir allt.

Þegar smávaxið fólk fer í of stór föt þá stækkar það ekki, heldur dregur meiri athygli að smæð innihaldsins.

Kanski það sama gildi um dagblöð…

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar