Þriðjudagur 04.06.2013 - 23:42 - FB ummæli ()

Vatnsmýrin – lausn fyrir alla

Framtíð Vatnsmýrar skýrist smám saman. Tillaga að nýju aðalskipulagi fyrir Reykjavík gerir ráð fyrir að flugvallarstarfsemin flytjist brott í áföngum. Um hana er góð samstaða í borgarstjórninni. Í staðinn  komi blönduð íbúabyggð og misborgarsækin atvinnustarfsemi, meðal annars tengd háskólunum tveimur og Landsspítalanum.

Tímamótaúttekt á valkostum fyrir nýja staðsetningu flugvallar fyrir innanlandsflug, sem gerð var í samstarfi borgar og ríkis árið 2007, nefndi Hólmsheiði, Löngusker eða Keflavík sem hentuga kosti.

Úttektin sýndi jafnframt fram á að það er mjög þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn og nýta Vatnsmýrina undir miðborgarbyggð, sem gæti orðið stórglæsileg.

Screen shot 2013-06-04 at 9.00.50 PM

Vatnsmýrarsvæðið er hágæðaland, sem býður uppá einstaka viðbót við miðborg Reykjavíkur, eins og skipulagstillaga Graeme Massie og félaga frá 2008 sýndi. Sem slíkt er Vatnsmýrarlandið gríðarlega verðmætt.

Ég var formaður undirbúningsnefndar en annaðist framkvæmd íbúakosningarinnar um framtíð Reykjavíkurflugvallar árið 2001. Hluti af þeirri vinnu fólst í könnun, með aðstoð sérfræðinga, á margvíslegum valkostum um breytta skipan flugvallarins eða aðra staðsetningu hans.

Ég hef því hugsað mikið um valkostina um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarlandsins í gegnum tíðina og skoðað hinar ýmsu leiðir.

Það er langt síðan ég komst að þeirri niðurstöðu að flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur væri ófullnægjandi kostur fyrir landsbyggðina, ferðaþjónustuna og sjúkraflugið.

Flutningur vallarins úr Vatnsmýri yrði því að vera á annan stað nálægt höfuðborginni. Nú eru tveir kostir efstir á blaði, Hólmsheiði og uppfylling á Lönguskerjum. Báðir koma til greina.

Flugvöllur á uppfyllingum á Lönguskerjum er mjög spennandi kostur, sem gæti sameinað margt: kjörstaðsetningu nálægt miðborginni, aðlaðandi viðbót við umhverfið, tenging miðborgar við Álftanes og/eða Kópavog, og sitthvað fleira.

Það er hins vegar nokkuð dýr kostur. Stóra spurningin er þá hvort verðmæti Vatnsmýrarlandsins dugi til að greiða kostnað af byggingu nýs flugvallar fyrir innanlandsflugið á Lönguskerjum?

Það kann að vera.

Ef ekki, þarf að finna annan stað nálægt höfuðborgarsvæðinu.

Nýja aðalskipulagið setur málið enn meira á dagskrá en áður var. Klára þarf staðsetningarmálið.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar