Fimmtudagur 06.06.2013 - 09:19 - FB ummæli ()

Mikið dregur úr fjölgun öryrkja

Ég flutti erindi á nýafstöðnum ársfundi Tryggingastofnunar ríkisins. Þar gerði ég m.a. grein fyrir þróun í fjölgun öryrkja yfir tíma. Þar kom fram að verulega hefur dregið úr fjölgun örorkulífeyrisþega á síðustu árum.

Rannsóknir höfðu sýnt að áður var sambandi milli aukningar atvinnuleysis og fjölgunar nýskráðra örorkulífeyrisþega. Margir óttuðust því að í kjölfar hrunsins myndi koma holskefla umsókna um nýtt örorkumat, meðal annars vegna þess að kjör öryrkja eru heldur skárri en kjör atvinnulausra.

Það varð ekki reyndin, eins og myndin hér að neðan sýnir.

Slide1

    Heimild: TR

 

Fjölgunin var mest frá því skömmu fyrir 1990 og alveg til 1995, en þá hægðist á um leið og úr atvinnuleysi dró. Síðan tók aftur við talsverð fjölgun frá 1999 til 2005, en á því ári varð mikil umræða í samfélaginu um það mál.

Eftir það varð fjölgun örorkulífeyrisþega mun hægara, einnig í gegnum kreppuna þegar atvinnuleysi náði áður óþekktum hæðum.

Þetta er athyglisverð þróun á kreppuárunum.

Margt bendir til að sumum sem áður fóru í ríkum mæli á örorkulífeyri sé nú beint í auknum mæli í aðra og farsælli farvegi, meðal annars aukna endurhæfingu.

 

Síðasti pistill: Vatnsmýri – lausn fyrir alla

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar