Fimmtudagur 06.06.2013 - 23:15 - FB ummæli ()

Ósæmandi bull um Evrópu

Það er satt að segja ótrúlegt bull sem menn láta stundum út úr sér á Íslandi um vinaþjóðir okkar í Evrópusambandinu og aðildarviðræður okkar. Andstæðingar aðildar eru alla jafna verstir.

Það er að vísu eitrað og óheilbrigt margt sem á borð er borið í þjóðmálaumræðunni á Íslandi, t.d. linnulaus ósannindi og afbakanir frjálshyggjumanna um skatta og tekjuskiptingu. En ummælin sem látin eru vaða á opinberum vettvangi um ástandið í ESB ríkjum og um samskipti Íslands og ESB eru alltof oft ósæmandi. Þetta eru jú okkar nánustu viðskipta- og samstarfsþjóðir sem um er að ræða.

Mál Evrópu og möguleikar Íslands í framtíðinni fást almennt ekki rædd af neinu viti hér á landi. Það er auðvitað miður.

Nú var forsetinn okkar, sjálft átrúnaðargoð mitt, að bera í bakkafullan lækinn með vægast sagt vafasamar fullyrðingar um að við séu ekki velkomin í Evrópusambandið, þrátt fyrir aðildarviðræðurnar! Segir ESB hvorki hafa getu né vilja til að klára samningaviðræður.

Þau ummæli rekast á alltof margar staðreyndir til að vera boðleg.

Við erum t.d. nú þegar með um 70% aðild að ESB í gegnum aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. ESB hefur tekið umsókn Íslands vinsamlega þó hún breyti litlu fyrir sambandið – hver svo sem niðurstaðan verður.

Þetta skiptir kanski ekki máli lengur, því við erum ekkert á leið inní ESB á næsta áratug. Andstæðingar aðildar hafa þegar unnið sigur í málinu.

Einmitt þess vegna er ekki lengur þörf fyrir forheimskandi bull þeirra um Evrópu.

Snúum okkur að öðru gagnlegra, til dæmis því hvernig hægt er að bæta og verja kjör heimilanna – þrátt fyrir síendurteknar gengisfellingar krónunnar.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar