Föstudagur 07.06.2013 - 23:39 - FB ummæli ()

Tekjur – eldri borgarar sátu eftir

Á ársfundi TR í síðustu viku gerði ég grein fyrir þróun tekna lífeyrisþega (örorku- og ellilífeyrisþega), frá maí 2008 til maí 2013.

Megin niðurstaðan var sú, að ráðstöfunartekjur ellilífeyrisþega hækkuðu minna á tímabilinu en tekjur öryrkja. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan.

Slide1

  Miðtekjur öryrkja og eldri borgara 2008 til 2013 og hlutfallsleg breyting (%). Ráðstöfunartekjur á verðlagi hvers árs. Heimild: TR

 

Miðtekjur eru tekjur þeirra sem eru í miðju tekjustiga lífeyrisþega. Þær endurspegla kjör “venjulegra” lífeyrisþega. Helmingur lífeyrisþega er með sömu eða lægri tekjur en miðtekjurnar – hinn helmingurinn er með hærri tekjur en miðtekjurnar.

Eins og myndin sýnir hækkuðu ráðstöfunartekjur öryrkja um 21% á tímabilinu en tekjur eldri borgara aðeins um 6,8%. Þetta er nafnverð tekna. Verðlag hækkaði umtalsvert meira svo kaupmáttur lífeyrisþega lækkaði, talsvert meira hjá eldri borgurum.

Í reynd fóru tekjur öryrkja framúr tekjum eldri borgara og urðu hærri í lok tímans, ólíkt því sem var fyrir kreppu. Þá voru tekjur ellilífeyrisþega nokkru hærri en tekjur öryrkja, einkum vegna meiri fjármagnstekna og meiri greiðslna úr lífeyrissjóðum sem elliífeyrisþegar nutu.

Það voru einungis lífeyrisþegar með allra lægstu tekjur sem voru ágætlega varðir gegn kreppuáhrifum, með hækkun lágmarkstryggingar almannatrygginga þann 1. janúar 2009. Lífeyrisþegar með milli og hærri lífeyristekjur fengu hins vegar umtalsverða skerðingu, einkum 1. júlí 2009. Það voru umdeilanlegar aðgerðir, sem bitnuðu mest á eldri borgurum.

Eygló Harðardóttir, nýskipaður félags- og húsnæðisráðherra, hefur tilkynnt að þessar skerðingar sem innleiddar voru í júlí 2009 verði dregnar til baka. Stefnt er að því að hefja þá aðgerð þegar í sumar.

Með því verða mikilvæg tímamót hjá lífeyrisþegum.

 

Nýlegur pistill: Mikið dregur úr fjölgun örorkulífeyrisþega

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar