Þriðjudagur 09.07.2013 - 11:24 - FB ummæli ()

Höfundar mikilla mistaka

Sjálfstæðisflokkurinn segir stoltur frá því á heimasíðu sinni að allir núlifandi fjármálaráðherrar flokksins hafi hist á fundi hjá Bjarna Benediktssyni í ráðuneytinu nýlega og veitt honum „góð ráð“.

Auðvitað er elskulegt og sjálfsagt að hafa svona samkomu í þessum hópi.

Hinu er þó ekki að leyna, að þarna komu saman höfundar mikilla mistaka, sem hafa orðið þjóðinni dýrkeypt. Í selskapinn vantaði bara Davíð Oddsson og Hannes ráðgjafa hans.

Þetta eru meðlimir Eimreiðarhópsins sem innleiddi frjálshyggjubyltinguna í Sjálfstæðisflokknum og tveir fjármálaráðherrar voru þarna sem sátu í gegnum bóluhagkerfið og hrunið – þegar allt fór á allra versta veg. Þjóðin mun bera byrðar vegna þessa um langa framtíð.

Hér myndaðist jú stærsta bóluhagkerfi sögunnar sem endaði með stærsta og dýrasta fjármálahruninu.

Hafa þessir menn dregið einhvern lærdóm af þeim mistökum sem gerð voru á þeirra vakt?

Maður verður ekki var við slíkt í opinberum málflutningi.

Þess vegna ætti Bjarni Benediktsson að taka ráðleggingar frá þessum annars ágætu mönnum með miklum fyrirvörum.

 

Síðasti pistill: Þjóðaratkvæði væri gott fyrir Framsókn

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar