Sunnudagur 14.07.2013 - 11:56 - FB ummæli ()

Varúð – Ísland er ekki ódýrast!

Viðskiptablaðið birti um daginn frétt frá evrópsku hagstofunni og lagði áherslu í uppslætti sínum á að norrænt verðlag væri nú lægst á Íslandi.

“Ísland er ódýrast Norðurlandanna”, sagði fyrirsögnin.

Matvara er um fimmtungi dýrari á Íslandi en í ESB-löndum en þó er hún enn dýrari á hinum Norðurlöndunum.

Þetta er þó mjög villandi uppsláttur hjá Viðskiptablaðinu. Þetta eru tölur um verðlag mælt í Evrum, með kaupmáttarjafngildingu.

Þetta er verðlagið eins og það blasir við útlendingum – ekki Íslendingum.

Við innbyggjar Íslands erum með íslenska krónu og mun lægri tekjur og minni kaupmátt en hinar norrænu þjóðirnar.

Það þýðir í reynd að fyrir Íslendinga er verðlag hærra, miðað við laun og tekjur,  en hjá hinum norrænu þjóðunum.

Myndin hér að neðan sýnir þetta, þ.e. kaupmátt ráðstöfunartekna heimilanna í Evrópulöndum, á sama mælikvarða og verðkönnunin sem Viðskiptablaðið vísaði í (Heimild: Hagstofa Íslands).

Þar kemur fram að kaupmátturinn á Íslandi var svipaður árið 2010 og á Spáni og litlu hærri en á Möltu – þ.e. í mun fátækari löndum en Ísland er. Norrænu þjóðirnar eru talsvert ofar en við.

Ráðstöfunartekjur EU 2010

Ísland er sem sagt með mun minni kaupmátt heimila en frændþjóðirnar á hinum Norðurlöndunum. Tekjur að teknu tilliti til verðlags eru frá 10% til 40% hærri hjá þessum frændum okkar. Samt eru skattar þar hærri.

Þetta þýðir auðvitað að Ísland er dýrara fyrir heimilin. Afkoman er lakari hér, sem þessu nemur.

Við getum þó huggað okkur við að Ísland er heldur ódýrara fyrir útlendinga en hin norrænu löndin eru. Það hjálpar ferðaþjónustunni.

Verðlag án tillits til ráðstöfunartekna hefur þannig takmarkaða meiningu.

Kaupmáttur ráðstöfunartekna sýnir stöðu heimilanna á mun raunsærri hátt.

 

Síðasti pistill: Um hvað snérist bóluhagkerfið?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar