Mánudagur 15.07.2013 - 22:27 - FB ummæli ()

Er Vigdís Hauksdóttir hægri róttæklingur?

Við sem berum umhyggju fyrir Framsóknarflokknum verðum stundum hugsi yfir ummælum þingkonunnar Vigdísar Hauksdóttur.

Stundum talar hún eins og Hannes Hólmsteinn og stundum er eins og hún sé í samkeppni við unga Heimdellinga um fjandskap í garð opinberra starfsmanna og listafólks. Vigdís hljómar á köflum eins og hægri róttæklingur.

Í dag var hún að dást að niðurskurði ríkisútgjalda í Bretlandi, sem  hinn hægri sinnaði fjármálaráðherra George Osborn hefur stýrt – rétt eins og hann hafi náð einhverjum umtalsverðum árangri í að koma Bretlandi upp úr kreppunni. Svo er þó ekki!

Osborn hefur verið að skera niður breska velferðarkerfið frá því hægri stjórnin komst þar til valda. Það hefur í senn komið illa við fátækt fólk, barnafólk í millistétt og stúdenta – auk þess að draga úr hagvaxtarmöguleikum Breta. Þeir sullast stefnulaust áfram í kreppunni, minnst uppávið. Fylgi stjórnarinnar meðal almennings fer minnkandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir Framsókn vera miðjuflokk. Ég held að hann meini það.

En er George Osborn besta fyrirmyndin fyrir stjórnmálamenn á miðjunni? Eða Hannes Hólmsteinn og Heimdellingarnir?

Ég held ekki. Kanski Vigdís Hauksdóttir ætti að hugleiða það.

 

Niðurskurður er ekki mikilvægasta mál ríkisstjórnarinnar

Nú er Vigdís formaður fjárveitinganefndar Alþingis og meðlimur í nýskipuðum niðurskurðarhópi ríkisstjórnarinnar. Hún segist ætla að taka til hendinni og virðist hafa mikinn metnað fyrir niðurskurði opinberra útgjalda og fækkun ríkisstarfsmanna.

Sjálfsagt er að leita ætíð hagræðingar og aga í meðferð opinberra fjármuna. En menn ættu líka að hafa í huga að niðurskurður er ekki leiðin til að auka hagvöxt eða standa vörð um heimilin á krepputímum.

Niðurskurð ætti einkum að framkvæma á uppsveiflunni, eins og Keynes kenndi.

Ef Vigdís Hauksdóttir er virkilega með sömu stjórnmálaskoðanir og Osborn, Hólmsteinn og Heimdallur þá er Framsókn hins vegar í vanda. Þessir aðilar vilja rífa niður velferðarríkið og lækka skatta á hátekju- og stóreignafólk.

Það hættulegasta sem getur hent Framsókn er einmitt að hún taki í miklum mæli að sér að framkvæma óvinsæla stefnu Sjálfstæðisflokksins – án þess að ná markverðum árangri fyrir venjuleg heimili, eins og lofað var.

Slíkt mun fara illa með fylgið.

Kanski allir áhrifamenn Framsóknar ættu að einbeita sér að heimilunum og láta Sjálfstæðismenn dreyma um niðurrif velferðarkerfisins og úthlutun fríðinda til yfirstéttarinnar?

 

Síðasti pistill: Frá vúdú-brellum til niðurskurðar 

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar