Þriðjudagur 16.07.2013 - 21:08 - FB ummæli ()

Læknir varar við einkavæðingu

Nú þegar heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins er farinn að reifa aukna einkavæðingu og aukin notendagjöld í heilbrigðisþjónustunni kemur fram viðvörum frá starfandi lækni, Vilhjálmi Ara Arasyni, sem bloggar hér á Eyjunni.

Það er hárrétt hjá Vilhjálmi að vara við einkavæðingu, því það er sérstaklega óskynsamleg leið – raunar hættuleg fyrir gæði þjónustunnar og markmið um að bæta heilsufar þjóðarinnar.

Vilhjálmur bendir á athyglisverða nýja grein í bandarísku læknablaði um samanburð milli þjóða á einkennum og árangri í heilbrigðismálum.

Skoðið t.d. eftirfarandi staðreyndir um einkavæðingu og heilsufar þjóða:

  • Bandaríkin eru það land sem lengst hefur gengið í einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar.
  • Bandaríkin eru með lang dýrustu heilbrigðisþjónustuna í hópi nútímaþjóða.
  • Bandaríkin eru fjarri því að vera með besta heilsufarið, raunar drógust þau aftur úr öðrum þróuðum þjóðum frá 1990 til 2010, þegar fjölmargir þættir heilsufars eru samanbornir.
  • Í Bandaríkjunum er einna mestur munur á heilsufari og ævilengd milli stétta og kynþátta í vestrænum ríkjum.

Hvers vegna skyldi þá einhver vilja taka Bandaríkin sér til fyrirmyndar og auka markaðsvæðingu og einkavæðingu í heilbrigðisþjónustunni?

Ísland kemur vel út úr þessum samanburði og er í einu af efstu sætunum á mörgum mælikvörðum á gæðum og árangri í heilbrigðisþjónustu – og hefur raunar bætt stöðu sína nokkuð á tímabilinu frá 1990 til 2010, á meðan Bandaríkin hafa dregist afturúr.

Eigum við þá að fara að taka tossana okkur til fyrirmyndar?

  • Útgjöld til heilbrigðismála á Íslandi voru fyrir neðan meðallag OECD-ríkjanna á árinu 2011 (um 9% af landsframleiðslu á móti 9,3% hjá OECD-ríkjum). Bandaríkin voru með nærri tvöfalt meðaltalið (um 17,7%).
  • Við skerum ekki meira niður í útgjöldum til íslenskrar heilbrigðisþjónustu án þess að skaða þjónustuna.
  • Aukin notendagjöld munu leiða til aukins ójafnaðar í aðgengi að þjónustunni milli þjóðfélagshópa og aldurshópa.
  • Aukinn hlutur einkavæðingar innan kerfisins er einnig líklegur til að auka ójöfnuð í aðgengi og heilsufari milli þjóðfélagshópa.
  • Heilbrigðisþjónusta sem rekin er af ríki og sveitarfélögum, með aga og metnaði, er sú leið sem bestum árangri hefur skilað – og með hóflegum tilkostnaði.

Getur ekki einhver reynt að hafa vit fyrir Sjálfstæðismönnum í þessum efnum?

Markaðsvæðing virkar ekki á sama hátt í heilbrigðisþjónustunni og á almennum neytendamarkaði – og á því takmarkað erindi þangað.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar