Miðvikudagur 17.07.2013 - 22:26 - FB ummæli ()

Einkavæðing – Beaty borgar ekki!

Eitt af því vitlausasta sem hægri menn gerðu á árunum fyrir hrun var að freista þess að einkavæða hluta af Orkuveitu Suðurnesja (HS Orku). Raunar voru þeir einnig komnir af stað með að einkavæða hluta af Orkuveitu Reykjavíkur í REI-málinu.

Eftir að Íslendingar höfðu verið brautryðjendur í nýtingu jarðvarma til húshitunar í áratugi, með góðum árangri, þótti Sjálfstæðismönnum allt í einu mikilvægt að setja orkuveiturnar í hendur útlendinga – sem enga reynslu höfðu af slíkri starfsemi og sem ekkert höfðu fram að færa.

HS Orka endaði í höndum Ross Beaty, braskara frá Kanada. Hann fann þessu ágæta fyrirtæki stað í skúffu í Svíþjóð, til að fara á svig við lög.

Annað var eftir því.

Nú er komið á daginn að þessi mikli braskhöfðingi þykir ekki traustur greiðandi skulda sinna, eins og Ingi Freyr Vilhjálmsson á DV hefur greint frá að undanförnu.

Raunar máttu menn vita það frá byrjun, því Ross Beaty gat ekki einu sinni greitt kaupverðið. Orkuveitan varð að lána honum fyrir megninu af kaupverðinu, svo furðulegt sem það nú er. Beaty fékk kúlulán frá seljandanum með gjalddaga til uppgreiðslu sjö árum síðar.

Í millitíðinni ætlaði hann að láta arðgreiðslur af HS Orku greiða kaupverðið fyrir sig. En nú er vafamál hvort hann geti greitt kaupverðið – því arðurinn er ekki nógu mikill!

Hver átti svo ávinningur Íslendinga af þessari góðgerð gagnvart erlenda braskaranum að vera?

Enginn!

Hagnaður íslensks orkufyrirtækis, sem áður hafði runnið til samfélagsins, skyldi sendur úr landi til að gleðja erlendan braskara, sem ekkert lagði til starfseminnar.

Þetta var eiginlega verra en vúdú-hagfræðin sem Sjálfstæðismenn gerðu að sinni hagspeki fyrir síðustu kosningar.

 

Síðasti pistill: Læknir varar við einkavæðingu

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar