Fimmtudagur 08.08.2013 - 12:47 - FB ummæli ()

Koch bræður – svona móta auðmenn samfélagið

Bandarískir auðmenn hafa lengi verið áhrifamiklir í mótun bandaríska samfélagsins. Í seinni tíð hafa auðmenn orðið ríkari en áður og möguleikar þeirra til að hafa áhrif því enn meiri.

Það er og nýtt að auðmenn, einkum í Bandaríkjunum, eru orðnir ákveðnari og ósvífnari en áður í að beita auði sínum til að hafa áhrif og skara eld að sinni eigin köku. Þess vegna eykst ójöfnuðurinn sífellt.

Hugmyndafræðin sem þessir auðmenn beita fyrir sig er nýfrjálshyggjan, sem boðar pólitík sem er einkum í þágu auðmanna, atvinnurekenda og fjárfesta, en gegn hagsmunum milli og lægri stétta.

Þeir fara gegn ríkisvaldi og lýðræði en eru með markaði og auðhyggju.

Koch bræður (David og Charles ) eru gjarnan teknir sem dæmi um það versta í fari auðmanna í Bandaríkjunum, en þeir eru olíubarónar sem beita sér meira á vettvangi stjórnmála en flestir aðrir. Fyrirtækjasamsteypa þeirra (Koch Industries) er eitt af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna.

Koch bræður nota gríðarlegan auð sinn til að styrkja einstaka stjórnmálamenn, flokka, fjölmiðla og áróðursveitur (Cato Institute, Heritage Foundation, Americans for Prosperity o.fl.). Allt í þágu þess að móta samfélagið að eigin hugmyndafræði.

Þeir reyna að koma á fót auðræði (plutocracy) í stað fulltrúalýðræðisins.

Meðal baráttumála þeirra eru eftirfarandi:

  • Minna og veikara ríkisvald
  • Lækkun skatta á fyrirtæki og auðmenn
  • Minna opinbert eftirlit og aðhald með einkarekstri, t.d í umhverfisvernd og fjármálum
  • Einkavæðing velferðarríkisins (einkatryggingar komi í stað almannatrygginga)
  • Einkavæðing opinbera skólakerfisins
  • Vilja aðgreiningu kynþátta í menntakerfinu
  • Eru andvígir ríkisreknu heilbrigðiskerfi
  • Reka áróðursveitur (Cato; Heritage, AFP o.fl.)
  • Vilja auka áhrif frjálshyggju í háskólaumhverfinu (með kostun og styrkjum)
  • Vilja auka fjölmiðlavald sitt
  • Grafa undan launþegafélögum

Þegar hafa Koch bræður getað stöðvað birtingu heimildamynda sem þeir telja neikvæðar fyrir sig, t.d. Citizen Koch og Park Avenue – Money, Power and the American Dream. Það gerðu þeir með því að beita kostunarvaldi sínu.

Þessi peningaöfl eru beintengd við hægri róttæklinga á Íslandi, ekki síst Cato Institute, en þangað hefur Hannes Hólmsteinn sótt sitthvað á síðustu árum og fyrir skömmu var byrjað á því að senda unga íslenska blaðamenn á námskeið hjá Cato áróðursveitunni.

Nýlega hafa borist fréttir af því að Koch bræður hyggist leggja undir sig áhrifamikla fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Þeir eru þegar byrjaðir að undirbúa næstu forsetakosningar og segjast ætla að verja fé sínu vel á vettvangi stórnmálanna.

Hér má sjá ítarlega og mjög fróðlega heimildarmynd um stjórnmálastarfsemi Koch bræðra.

 

Síðasti pistill: Kostnaður Íslands af hruninu – samanburður

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar