Föstudagur 16.08.2013 - 12:47 - FB ummæli ()

Feilskot Davíðs Oddssonar

Það er leiðinlegt að sjá hversu lágt ritstjóri Morgunblaðsins leggst í heiftúðugum árásum sínum á fréttastofu RÚV.

Herferð Davíðs Oddssonar gegn Ríkisútvarpinu virðist vera hluti að pólitísku plotti sem snýst um að leggja RÚV af eða koma því í meiri mæli undir pólitíska stjórn róttækra Sjálfstæðismanna.

Fréttamenn RÚV eru án raka sagðir bæði vinstri sinnaðir og miklir fygjendur ESB-aðildar – líka hinir fjölmörgu Sjálfstæðismenn sem þar starfa.

Hugsunin er einnig sú, að hræða stjórnendur og einstaka fréttamenn til hlýðni og sjálfsritskoðunar, í þágu þeirrar hlutdrægni og hagsmunagæslu sem tíðkast í Hádegismóum Morgunblaðsins.

Öllu er tjaldað til í herferðinni og er sumt svo ótrúverðugt að menn rekur í rogastans.

Þannig fáraðist ritstjóri Morgunblaðsins í vikunni til dæmis yfir því að RÚV hefði talað um IPS-styrki við stjórnsýslufræðing sem Davíð taldi of hallan undir ESB-aðild – og var það nefnt til vitnis um viðvarandi áróðursherferð RÚV fyrir ESB-aðild.

En þá brá svo við að umrætt viðtal hafði verið á annarri sjónvarpsstöð, sem almennt er ekki sökuð um hlutdrægni!

Þetta minnir mig á skrif Davíðs í Staksteinum um fyrirlestur sem ég flutti á ráðstefnu í Háskóla Íslands 30. apríl 2010. Fór hann mikinn um það sem ég átti að hafa sagt og ekki sagt í viðkomandi fyrirlestri og gagnrýndi ákaft (sjá hér og hér).

Gallinn var sá, að umrædd skrif Davíðs birtust í Staksteinum að morgni þess dags sem fyrirlesturinn var fluttur! Hann skrifaði þau sem sagt daginn áður en fyrirlesturinn var fluttur!

Skrifin voru að vonum í engu samræmi við fyrirlesturinn. Það skipti ritstjórann augljóslega engu máli, enda markmiðið það eitt að vega að mannorði mínu.

Þetta sér maður æ oftar í skrifum Davíðs.

Heift og áróður ráða för, en staðreyndir skipta ekki máli.

 

 

Síðati pistill: Brást kapítalisminn?

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar