Sunnudagur 18.08.2013 - 13:26 - FB ummæli ()

ESB viðræður: Eru Íslendingar fífl?

Rök sem notuð hafa verið hér á Íslandi gegn ESB-aðild – og nú fyrir því að stöðva viðræðurnar – eru mörg hver einstaklega ómerkileg.

En það er auðvelt að koma slíkum rökum áfram ef hægt er að tengja þau við þjóðerniskennd.

Dæmi um þetta eru hinar síendurteknu rangfærslur um að ESB muni taka yfir náttúruauðlindir Íslands, ef við gerumst meðlimir í Evrópusambandinu.

Í morgun sagði utanríkisráðherra að ekki væri hægt að skoða í pakkann, með aðildarviðræðum. Ekki hægt, sagði hann!

Það hafa Norðmenn þó gert tvisvar sinnum.

Auðvitað er hægt að skoða í pakkann (fá niðurstöðu í aðildarviðræður og taka svo afstöðu til þeirra). Það er meira að segja mjög skynsamlegt að gera í stóru máli. Skýra valkosti okkar til framtíðar.

Í stjórnsýslufræðum er þetta kallað að byggja stefnumótun á staðreyndum („evidence based policy-making“).

Hvers vegna getur ráðherra þá sagt að slíkt sé ekki hægt?

Það hlýtur að vera vegna þess að nógu margir Íslendingar séu fífl, láti bjóða sér hvaða bull sem er.

Það er sjálfsagt að virða andstöðu ráðherrans og ríkisstjórnarinnar gegn aðild Íslands að ESB, en mættum við biðja um málefnalegri og vitrænni umræðu?

 

Síðasti pistill:  AGS og gjaldeyrishöftin

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Stefán Ólafsson
Ég er prófessor við Háskóla Íslands. Blogga hér til að miðla upplýsingum og taka afstöðu til málefna. Er óflokksbundinn og óháður öllum samtökum.

Helsta áhugamál utan vinnu er listræn
ljósmyndun. Hér er gallerí mitt á netinu:

Nýrra ljósmyndagallerí á 500px

Reykvískar impressjónir – Ljósmyndagallerí

Rökræður við Milton Friedman

Samræður við Egil um ójöfnuð og þjóðmál

Nýrri samræður við Egil Helgason um Ójöfnuð á Íslandi

Ný bók: Ójöfnuður á Íslandi
RSS straumur: RSS straumur

Færslusafn

Fyrri pistlar